Vaxandi stríðsátök, en með íslenskum vopnum? Eldur Smári Kristinsson skrifar 28. október 2024 07:47 Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í fyrrakvöld fengum við fregnir af því að Ísrael hafi svarað fyrir árás Írana með því að ráðast á Íran, Írak og Sýrland. Þessi sívaxandi spenna og átök í heiminum eru mér – og eflaust mörgum öðrum – mikið áhyggjuefni og getur valdið fólki bæði kvíða og angist. Í Covid-19 tímabilinu horfðu skattgreiðendur um gjörvöll Vesturlönd upp á eina stærstu (ef ekki stærstu) eignatilfærslu á fjármunum sínum í hendur einkaaðila. Þetta hefur valdið því að fjárhagur Vesturlanda er í molum og við erum að horfa upp á afleiðingarnar af því núna. Þessi aukna spenna og hernaðarbrölt er svar atvinnustjórnmálamanna við bágu efnahagsástandi. Lausnin sem stendur til að bjóða okkur upp á er einfaldlega aukið hernaðarbrölt, því hergagnaiðnaðurinn og stríðsrekstur á að redda efnahagsástandinu og starfsframa stjórnmálamannanna. Í fjárlagafrumvarpinu sem liggur nú fyrir Alþingi eru sjö milljarðar króna eyrnamerktir hernaðarbrölti stærri ríkja, þvert á andstöðu þjóðarinnar í þeim efnum. Það er þyngra en tárum taki að sjá rótgrónu íslensku stjórnmálaflokkana leggja blessun sína yfir slíkar ráðstafanir með íslenskar skattakrónur. Í Lýðræðisflokknum er stefna okkar skýr. Ísland er friðarþjóð og vopnakaup af þessu tagi er þvert á siðferðisleg gildi íslensku þjóðarinnar. Á ferð minni um Skagafjörð um helgina hefur þessi útgjaldaliður borist í tal í samræðum mínum við sveitunga hér. Það er ekki einn einasti maður sem ég hef hitt sem kærir sig um þá tilhugsun að sprengjubrot, kostuð af íslenskum skattgreiðendum, munu sundurtæta líkama karla í blóma lífsins, eða að byssukúlur, greiddar af ríkissjóði, endi í höfði eða hjarta þeirra sem eru einhver auðfórnanleg peð atvinnustjórnmálamanna í einhverju geopólitísku valdabrölti. Íslendingar vilja ekki láta bendla sig við neitt af þessu. Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun