Sænska landsliðskonan gleymdi að klæða sig í treyjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 10:01 Nathalie Björn spilar með Chelsea og sænska landsliðinu. Hún var ekki alveg með allt á hreinu fyrir síðasta landsleik. Getty/Harriet Lander Sænska kvennalandsliðið í fótbolta er í góðum málum eftir fyrri umspilsleik sinn í baráttunni um sæti á EM kvenna í næsta sumar. Það voru þó óvenjuleg vandræði eins leikmanns liðsins sem voru í sviðsljósinu eftir fyrri leikinn. Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Svíar unnu þarna 4-0 sigur á Lúxemborg og spila seinni leikinn á heimavelli á morgun. Sigurvegarinn tryggir sér sæti í umpili um laust EM-sæti. Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Sviss næsta sumar. En aftur að vandræðum sænsku landsliðskonunnar. Miðvörðurinn Nathalie Björn uppgötvaði það nefnilega stuttu fyrir leik að hún hafði gleymt að klæða sig í sænsku landsliðstreyjuna. „Já ég veit. Ég gleymdi að klæða mig í treyjuna. Í fyrstu var ég í miklu stresskasti af því að búningsklefinn var svo langt í burtu. Það hefði tekið mig þrjár mínútur að hlaupa þangað og ná í treyjuna,“ sagði Nathalie Björn við Aftonbladet. „Leikurinn var líka að byrja. Ég hugsaði bara: Andskotinn hafi það og hljóp. Sem betur fer þá var treyjan bara á varamannabekknum svo að þetta var í lagi,“ sagði Björn. „Ég hélt samt að ég væri í henni og þetta var því smá sjokk. Ég var líka svo skömmustuleg yfir því að hafa gleymt að fara í treyjuna. Það er samt svolítið fyndið og sýnir almenningi að við fótboltafólkið getum líka gleymt hlutum,“ sagði Björn létt. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira