Blikar voru á útivelli og urðu að vinna en Vikingum nægði jafntefli. Blikar svöruðu kallinu með 3-0 sigri og unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil á síðustu þremur tímabilum.
Það mætti halda að það væri betra að vera á heimavelli í hreinum úrslitaleik um titilinn en það hefur ekki verið svo undanfarin rúma aldarfjórðung.
Þetta var fjórði hreini úrslitaleikurinn um titilinn frá og með árinu 1998 og í öll fjögur skiptin hefur útiliðið farið heim með Íslandsbikarinn.
Það gerðist líka þegar Eyjamenn unnu í Vesturbænum 1998, þegar Skagamenn fögnuðu í Vestmannaeyjum 2001 og þegar Stjörnumenn unnu í Kaplakrika 2014.
Skagamönnum nægði jafntefli í leiknum á móti ÍBV haustið 2001 og leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.
Eyjamenn unnu 2-0 sigur á KR á KR-vellinum 1998 og Stjörnumenn unnu 2-1 sigur á FH sumarið 2014.
Síðasta heimaliðið til að vinna hreinan úrslitaleik um titilinn voru Skagamenn sem unnu 4-1 sigur á KR í lokaumferðinni 1996.