Komum í veg fyrir menningarslys í fjárlögum Snæbjörn Brynjarsson skrifar 28. október 2024 11:32 Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Fjárlagafrumvarp 2025 Leikhús Uppistand Tónleikar á Íslandi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Að rækta garð er þolinmæðisverk. Plöntur þarf að vökva reglulega og ef við vökvum ekki nóg þá er hætta á því að blóm sem við höfum hlúð að í langan tíma deyi. Jafnvel þótt það hafi bara verið þessi eina helgi. Íslenska sviðslistasenan er fjölskrúðugur garður. Hér má finna allar tegundir, farsa, einleiki, samtímadans, sirkús, uppistand, spuna, söngleiki og óperur svo eitthvað sé nefnt. Það er mismunandi hvernig er hlúð að sumum formum. Einhver þeirra eru í nokkuð öruggu skjóli hjá ríkisstofnunum, en þó með töluverða aðhaldskröfu. Aðrar berjast fyrir lífi sínu á hinum frjálsa markaði í samkeppni við sömu stofnanir. Samkeppnin er oft hörð, en niðurskurðurinn sem er framundan í Sviðslistasjóði umbreytir hollri samkeppni í dauðastríð. Ungir og efnilegir listamenn munu snúa sér annað, og margir af þeim reynslumestu í geiranum munu neyðast til þess líka. Auk þess er fyrirséð að þetta mun valda rekstrarvanda hjá ýmsum sýningarstöðum sem ríki og sveitarfélög munu annað hvort „bjarga,‟ með fé sem annars hefði getað nýst betur í frumsköpun, eða hreinlega leggja upp laupana. Slíkur skaði er keðjuverkandi og felur í sér að ómælanleg reynsla og margra ára uppbyggingarstarf tapast. Hvergi í Evrópu geta sviðslistir vaxið og dafnað án opinbers stuðnings, hvað þá hjá fámennri þjóðri þjóð með lítinn markað. Á Íslandi er gríðarlega frjósamur jarðvegur sem hefur fært okkur dásamleg leikrit, kröftuga leikhópa og listamenn sem standast alþjóðlegan samanburð. Þess má geta að samkvæmt nýlegri skýrslu, sem unnin var fyrir Menningarmálaráðuneytið, var menningargeirinn um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022 og skatttekjurnar af honum mun hærri en framlag ríkisins. Talað var um að hver króna verði að þremur í þessu samhengi. Ef maður ætlar sér að rækta tómataplöntur þarf meira en bara frjóan jarðveg. Á Íslandi þarf rafmagnslýsingu inni í gróðurhúsi og síðan að vökva reglulega. Enginn skynsamur bóndi myndi ætlast til að þær dafni án þessara skilyrða og hann áttar sig líka á því að uppskeran kemur ekki samstundis. Í stað þess að skera svona heiftarlega niður ættu stjórnvöld að skoða hvernig mætti veita styrki til lengri tíma. Búið er að vinna að metnaðarfullri sviðslistastefnu í menningarmálaráðuneytinu sem tímabært er að setja í umræður á þingi um leið og ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Í henni er reynt að tryggja starfsöryggi þeirra hópa sem hafa sannað sig svo þeir geti leitað út fyrir landsteinana, byggt upp erlend tengslanet og borið hróður íslenskra sviðslista víðar. Einnig efla nýliðun með því að veita spennandi og efnilegu sviðslistafólki möguleikann á því að koma okkur á óvart með nýjum meistaraverkum. En þessi niðurskurður er því miður meira en bara tímabundið högg, hann mun valda langvarandi skaða sem ómögulegt er að segja til um hvenær eða hvort leiklistarsenan jafnar sig á, óháð fögrum framtíðarloforðum. Hann er álíka gáfulegur og að taka gróðurhúsið úr sambandi mánuði áður en tómatarnir ná að þroskast. Ég vil hvetja Alþingi til að endurskoða niðurskurð í öllum menningarsjóðum þessara fjárlaga. En sérstaklega vil ég vekja athygli á að í raunvirði upphæðarinnar í Sviðslistasjóði hefur aldrei verið jafn lág. Þessi fjárlög gætu orðið stærsta afturför í þróun sviðslista á Íslandi á þessari öld. Látum það ekki gerast! Komum í veg fyrir menningarslys í þessum fjárlögum og byrjum framtíðina strax. Höfundur er leikhússtjóri Tjarnarbíós
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun