Real Madríd og Barcelona lið ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2024 20:49 Toni Kroos endaði feril sinn með Real Madríd með því að lyfta Meistaradeildarbikarnum. Justin Setterfield/Getty Images Real Madríd hlaut í kvöld verðlaun sem lið ársins í karlaflokki á meðan Barcelona hlaut sömu verðlaun í kvennaflokki. Markvörður ársins er Emi Martínez á meðan þjálfarar ársins eru Emma Hayes og Carlo Ancelotti. Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Real Madríd stóð uppi sem bæði Spánar- og Evrópumeistari síðasta vor og var því vel að sigrinum komið. Liðið endaði með 95 stig í La Liga, tíu meira en Barcelona sem endaði í 2. sæti. Það mátti þola tap fyrir nágrönnum sínum í Atlético Madríd í framlengdum leik í spænska bikarnum en stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Real Madrid is the Men Club of The Year! Congrats @realmadrid 💜🤍 #clubdelannée #ballondor @ChampionsLeague pic.twitter.com/v89myP4XX0— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Kvennalið Barcelona gerði gott betur og vann þrennuna Liðið 29 af 30 deildarleikjum sinum og gerði aðeins eitt jafntefli. Þá skoraði liðið 137 mörk og fékk aðeins á sig 10 í leikjunum 30. FC Barcelona Femeni is the 2024 Women Club of The Year! @FCBfemeni #clubdelannée #ballondor @UWCL pic.twitter.com/dFIuOZeCdi— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Í Meistaradeild Evrópu lagði það Chelsea, eftir að tapa 1-0 á heimavelli, í undanúrslitum og svo Lyon 2-0 í úrslitaleiknum. Emi Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, valinn markvörður ársins í annað sinn á jafn mörgum árum. Hann hélt marki sínu hreinu 15 sinnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði Aston Villa í Meistaradeild Evrópu. Einnig stóð hann vaktina í marki Argentínu þegar liðið sigraði Copa America, í annað sinn. Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! 🧤 1️⃣ Martínez Emiliano 2️⃣ Simón Unai 3️⃣ Lunin Andriy 4️⃣ Donnarumma Gianluigi 5️⃣ Maignan Mike 6️⃣ Sommer Yann 7️⃣ Mamardashvili Giorgi 8️⃣ Costa Diogo 9️⃣ Williams Ronwen 1️⃣0️⃣ Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Emma Hayes stýrði Chelsea til sigurs í efstu deild kvenna á Englandi fjórða árið í röð. Í sumar gerðist hún svo landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og stýrði liði sínu til sigurs gegn Íslandi í tveimur vináttuleikjum á síðustu dögum. Hún hlaut verðlaun sem þjálfari ársins í kvennaflokki. Emma Hayes from @USWNT is the Women's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @emmahayes1! #ballondor pic.twitter.com/AfEvhkfXBX— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024 Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, hlaut verðlaunin í karlaflokki fyrir að stýra liði sínu til sigurs í La Liga og Meistaradeild Evrópu. Carlo Ancelotti from @realmadrid is the Men's Johan Cruyff Trophy winner! Congrats @MrAncelotti! #ballondor pic.twitter.com/95ZBTRxvao— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira