Innlent

Koma saman til að minnast Geirs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Geir Örn Jacobsen var 17 ára gamall þegar hann lést.
Geir Örn Jacobsen var 17 ára gamall þegar hann lést. Vísir/Einar

Minningarathöfn um Geir Örn Jacobsen sem lést í eldsvoða á Stuðlum þann 19. október verður haldin í Fríkirkjunni fimmtudaginn 31. október klukkan 17.

Foreldrar Geirs Arnar, Jón Kristján Jacobsen og Katrín Ingvadóttir, segja í tilkynningu að athöfnin sé opin öllum þeim sem misst hafa börn sín vegna fíknisjúkdóms. Hún sé þó fyrst og fremst ætluð vinum Geira. 

Davíð Þór Jónsson prestur mun leiða athöfnina og verður orðið gefið laust þeim sem vilja tala.

Að athöfn lokinni verður gengið að alþingiströppunum og lagðar á þær rósir til að minnast þeirra sem hafa látist af völdum fíknisjúkdóms.


Tengdar fréttir

Geir Örn lést á Stuðlum

Geir Örn Jacobsen lést í eldsvoðanum á meðferðarheimilinu Stuðlum aðfaranótt laugardags í síðustu viku. Hann var sautján ára. Tveimur dögum áður en hann lést spurði hann í viðtali á Stöð 2 hvers vegna ætti ekki að bjarga börnunum á Stuðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×