Lífið

Sænskir á­hrifa­valdar hrifnir af klæða­burði ís­lenskra kvenna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Mágkonurnar, Elín Björg Björnsdóttir og Diljá Ólafsdóttir, opnuðu verslunina árið 2021.
Mágkonurnar, Elín Björg Björnsdóttir og Diljá Ólafsdóttir, opnuðu verslunina árið 2021.

Það var margt um manninn í verslun FOU22 á dögunum þegar sænsku áhrifavaldarnir og athafnakonurnar, Thérése Hellström og My Andrén, tóku á móti tískuunnendum og kynntu þeim fyrir vörum frá sænsku merkjunum Ávora og Le Scarf.

Thérése og My reka saman sænska tískuumboðsskrifstofuna, La Mode Agency í Stokkhólmi, þar sem þær taka að sér kynningar fyrir sérvalin skandinavísk vörumerki fyrir smærri verslanir í Norðurlöndunum.

„Thérése og My buðu gestum einnig upp á „styling“ ráðgjöf og höfðu orð á því hvað þær voru hrifnar af klæðaburði íslenskra kvenna,“ segir Elín Björg Björnsdóttir, annar eigandi FOU22 í samtali við Vísi. 

Á meðal gesta voru Íris Tanja Flygenring leikkona, Pattra Sriyanonge markaðsstjóri Sjáðu og Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar.

Hér má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×