Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar 29. október 2024 21:17 Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég var að horfa á Kastljósið í kvöld þar sem Magnús Þór, formaður Kennarasambands Íslands, og Inga Rún, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), mættust til að ræða kjaramál kennara. Það kemur líklega engum á óvart að ég var gríðarlega ánægð með fulltrúa míns stéttarfélags í þessum þætti. Magnús var rólegur og með sitt á hreinu þar sem hann svaraði fullyrðingum frá mótaðilanum sem hjakkaði í einhverjum hjólförum sem fulltrúar sveitarfélaganna virðast bara ekki komst upp úr. Engu breytir þó fallið hafi dómur þar sem sýnt var fram á hið gangstæða eða að tölurnar sem gripnar eru á lofti sem launahækkanir séu viðmiðunartala sem nefnd var en ekki tala sem liggur fyrir í kröfugerð. Það er miklu einfaldara að fara bara ítrekað með sömu möntruna aftur og aftur og svara engu öðru. „Það er fullt af leiðum fyrir kennara til að auka virði sitt í samningum,” sagði Inga Rún. Sem sagt, þið getið fengið launahækkun ef þið vinnið meira. Þetta er svo sem í takt við annað sem heyrst hefur úr ranni SÍS í fjölmiðlum, kennarar eru alltaf í fríi (á tímum sem þeir ráða engu um, allt fer eftir skóladagatali og unnið á móti með lengri vinnuviku og samningsbundinni endurmenntun), kennarar ráða svo miklu af vinnutíma sínum (nema hvenær þeir borða og fara á klósettið, það fer eftir stundatöflu), það kom svo víst inn stytting í síðasta kjarasamningi (en hún má samt ekki kosta neitt og ekki koma niður á gæðum kennslunnar og ekki vera heilir dagar og ekki eiginlega vera neitt). Svo eru það blessuð vetrarleyfin sem voru að klárast (sem koma frá sveitarfélögunum, ekki stéttarfélagi kennara sem hafa ekkert val um að vera í leyfi á dýrustu tímum ársins), þetta er bara endalaus listi. Ekki er hins vegar minnst á lífeyrisréttindin sem voru skert með samkomulagi fyrir 8 árum og átti að bæta upp bara næstum strax með jöfnun launa! Það sem Kennarasambandið hefur lagt áherslu á frá upphafi viðræðna, er að samkomulagið sem gert var árið 2016 sé virt! Það virðist vera algjört aukaatriði að fólk vilji fá bætt réttindi sem samþykkt var að skerða. Það virðist heldur ekki hvarfla að samninganefnd sveitarfélaganna að ef kennarar væru svona ofaldir af laununum sem þeir nenna ekki að vinna fyrir þá væri líklega ekki vöntun á kennurum í skólum þessa lands heldur offramboð. Ekki þarf að fara lengra en í atvinnuauglýsingar hjá Reykjavíkurborg, stærsta sveitarfélaginu, til að sýna fram á hið gagnstæða. Það er eitthvað mikið að þegar fólki er sagt að það þurfti sjálft að finna leiðir til að auka virði sitt, velja hvaða réttindi það vill gefa eftir svo hægt sé að hugsanlega mögulega kannski íhuga einhverja launahækkun. Ég veit að Inga Rún hefur ekki orðað þetta nákvæmlega svona í þættinum en það er ekkert rosalega erfitt að lesa á milli línanna þessa dagana. Það virðist fara mikið fyrir brjóstið á þeim sem KÍ er að semja við að öll kennarastéttin standi sameinuð í baráttunni, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er einföld, við viljum öll að samkomulagið frá 2016 verði virt, það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra. Fulltrúar sambandsins geta haldið áfram að fara með möntruna sína en ættu að vera meðvitaðir um að það eina sem slíkt gerir er að þétta raðirnar og auka samstöðuna. Við viljum að sérfræðiþekking okkar sé metin að verðleikum, ekki að við þurfum sjálf að finna leiðir til að auka virði okkar því eins og staðan er núna væri einfaldasta leiðin til þess að finna sér annað starf og það ætti enginn að þurfa að standa frammi fyrir slíkum afarkostum! Höfundur er kennslukona
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun