Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2024 21:44 Romelu Lukaku hefur komið að átta mörkum með beinum hætti (mark eða stoðsending) í átta deildarleikjum á leiktíðinni. EPA-EFE/DANIEL DAL ZENNARO Napoli lagði AC Milan 2-0 á útivelli í stórleik kvöldsins í Serie A, efstu deild karla í fótbolta á Ítalíu. Lærisveinar Antonio Conte eru komnir með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Segja má að Napoli hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Romelu Lukaku skoraði með skoti af stuttu færi eftir að Frank Anguissa renndi boltanum á Belgann sem var þarna að skora sitt fjórða mark í deildinni. Leikurinn var svo í járnum þangað til á markamínútunni frægu (43.) en þá sýndi Khvicha Kvaratskhelia snilli sína þegar hann lék á mann og annan áður en hann smellti boltanum niðri í hornið hægra megin án þess að Mike Maignan kæmi neinum vörnum við í marki AC Milan. fame. pic.twitter.com/63AfC5J7DR— Lega Serie A (@SerieA) October 29, 2024 Snemma í síðari hálfleik hélt Samuel Chukwueze að hann hefði minnkað muninn en markið var á endanum dæmt af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Reyndist þetta besta tækifæri AC Milan til að minnka muninn en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna. Napoli trónir áfram á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum tíu umferðum. Inter er sæti neðar með 18 stig og leik til góða. AC Milan er hins vegar í 8. sæti með aðeins 14 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Segja má að Napoli hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Romelu Lukaku skoraði með skoti af stuttu færi eftir að Frank Anguissa renndi boltanum á Belgann sem var þarna að skora sitt fjórða mark í deildinni. Leikurinn var svo í járnum þangað til á markamínútunni frægu (43.) en þá sýndi Khvicha Kvaratskhelia snilli sína þegar hann lék á mann og annan áður en hann smellti boltanum niðri í hornið hægra megin án þess að Mike Maignan kæmi neinum vörnum við í marki AC Milan. fame. pic.twitter.com/63AfC5J7DR— Lega Serie A (@SerieA) October 29, 2024 Snemma í síðari hálfleik hélt Samuel Chukwueze að hann hefði minnkað muninn en markið var á endanum dæmt af vegna rangstöðu í aðdraganda marksins. Reyndist þetta besta tækifæri AC Milan til að minnka muninn en leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna. Napoli trónir áfram á toppi deildarinnar með 25 stig að loknum tíu umferðum. Inter er sæti neðar með 18 stig og leik til góða. AC Milan er hins vegar í 8. sæti með aðeins 14 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira