Í tilkynningu þess efnis á Facebook segist hann gera það að beiðni Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, formanns kjörstjórnar og pólitísks leiðtoga Sósíalistaflokksins á sviði Alþingis og sveitastjórna.
Tillaga um það hafi verið borin upp á félagsfundi í gærkvöldi og samþykkt.
„Ég mun reyna að sameina starf mitt á Samstöðinni og framboðið næstu vikur, halda áfram að þjóna samfélaginu með mikilvægri greiningu og umræðu. Samfélag okkar er á tímamótum. Það er óendanlega mikilvægt að okkur takist að breyta stjórnarstefnunni sem hefur skaðað samfélagið illa. Ef okkur tekst ekki að knýja fram breytingar leið mun samfélagið brotna.“