Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar 30. október 2024 11:00 Eins og margar tækninýjungar sem á undan hafa komið vekur gervigreindin blendnar tilfinningar. Bjartsýnir spekúlantar sjá í henni endalaus tækifæri til að bæta mannleg kerfi, bæta skilvirkni og auka þekkingu. Aðrir eru svartsýnni og óttast að hún geti leitt til atvinnuleysis, upplýsingaóreiðu eða jafnvel yfirráðs gervigreinda yfir mannkynið. Allri nýrri tækni fylgir áskoranir, en vestræn nútímamenning einkennist meðal annars af nýjungagirni, sem verður til þess að tækninýjungar eru yfirleitt látnar breiðast út um samfélagið óhindrað þangað til slysin gerast, og þá er reynt að bregðast við afleiðingarnar eftirá („innleiða fyrst, hugsa síðan“ virðist vera mottóið). Gervigreindin er engin undantekning frá þessu. Þrátt fyrir aðvörunarorð margra er hún að mestu leyti látin þróast afskiptalaus og það virðist vera gert ráð fyrir því að kostir hennar hljóti á endanum að vega þyngra en gallarnir. Einn ókostur hennar hefur síður verið ræddur, en mun ef til vill reynast sá alvarlegasti: gervigreindin er gríðarlega orkufrekur iðnaður. Starfsemi hennar snýst um að róta í aragrúa tölvugagna og til þess þarf hún sífellt öflugri reiknigetu, sem aftur kallar á nánast endalausa aukningu í eftirspurn eftir raforku. Í heimi þar sem liggur á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, sem er meðal annars notað til raforkuframleiðslu, má spyrja sig hvort slík tækni eigi yfirleitt rétt á sér. „Hvernig getur heimurinn náð kolefnishlutleysi ef við höldum áfram að finna upp nýjar aðferðir við að neyta orku?“ spurði gáttaður blaðamaður í nýlegri grein á New Yorker. Greinin vísar meðal annars í rannsóknir Alex De Vries, vísindamanns frá Hollandi sem tók að sér fyrir nokkrum árum að reikna út orkunotkun Bitcoin-námugraftar og birti niðurstöður sínar á vefsíðunni Digiconomist. Samkvæmt síðustu tölum hans gleypur Bitcoin-gröftur nú í sig 45 milljarðar kílówattstundir á ári, sem er meira en öll raforkunotkun Hollands. Nýlega hóf de Vries að rannsaka orkuþörf gervigreindar á borð við ChatGPT og gaf meðal annars út vísindagrein í tímarítinu Joules, en í henni kemur fram að leit í ChatGPT kallar á tíu sinnum meiri orkunotkun en hefðbundin leit í Google, og að Google-leit sem styðst við gervigreind gæti kallað á 30 sinnum meiri orkunotkun, en samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunar (IEA) gleypa gagnaver heimsins nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heimsins. Gervigreindar-gúrúinn Sam Altman er reyndar vel meðvitaður um þessa stöðu, en er samt sem áður bjartsýnn á framtíðina. Það er gott og blessað, en stundum er fín lína milli þess sem kallast bjartsýni annars vegar og óskhyggju hins vegar. Sam Altman telur að gervigreindin muni gera heiminn að betri stað til að búa á, og muni jafnvel leiða til umbóta á menntakerfum okkar. Það er þó ekki að sjá að fyrri tækninýjungar svo sem snjallsímar, spjaldtölvur, Facebook og Tiktok hafi bætt skólaumhverfið sérstaklega (þvert á móti, ef marka má rannsóknir). Hvað orkuþörf gervigreindar varðar er Sam Altman líka bjartsýnn: kjarnasamruni mun veita okkur aðgang að endalausri hreinni orku og gera gervigreindarbyltinguna mögulega… Gagnaver gleypa nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heims. Vöxtur gervigreindar kallar á enn meiri orkunotkun, ásamt aukinni þörf á kopar og öðrum málmum sem eru nauðsynleg í framleiðslu búnaðarins.iStock Aðrir eru enn bjartsýnni en Altman og trúa því að gervigreind geti hjálpað mannkyninu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það er þó erfitt að átta sig á því hvernig gervigreind ætti að draga úr áhrifum þurrka, hitabylgna eða fellibylja, hvernig hún ætti að koma í veg fyrir bráðnun Grænlandsjökuls, hækkun sjávar eða stöðvun AMOC-hringrásarinnar. Ekki áttar sig maður heldur á því hvernig hún á að sannfæra íbúa iðnríkjanna um að segja skilið við bílamenninguna eða sannfæra íbúa annara ríkja um að halda sig við bíllausa lífsstílinn, eða hvernig hvernig hún á að vernda líf í hafinu og sannfæra dýrategundir í útrýmingarhættu um að staldra við aðeins lengur. Það er sömuleiðis erfitt að sjá hvernig gervigreindin á að hafa áhrif á mannlegt eðli, sem gerir það að verkum að við þráum alltaf meira af öllu (og Sam Altman er sjálfur gott dæmi um það). Blaðamenn hjá Jocobin-miðlinum léku sér að því að spyrja gervigreindina að því hversu mikla orku hún notaði til að svara hinni sömu spurningu. Svarið var svo loðið að reyndur stjórnmálamaður hefði ekki getað gert betur: Líklegast er, að gervigreind verði bara enn ein græjan í leikfangakistunni okkar sem mun lítið annað gera en að auka enn frekar á eftirspurn eftir náttúruauðlindum, hvort sem það er orka, vatn eða málmar, og gera okkur enn erfiðara fyrir að standa við ákvörðun okkar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hratt og örugglega. Kolefnisspor Google hefur nú þegar aukist um nær 50% á síðustu 5 árum vegna notkunar á gervigreind og BHP, stærsta námafyrirtæki heimsins, hefur varað við að vöxtur gervigreindar muni auka enn frekar líkur á koparskorti á næstu áratugum… Það er ekki að sjá að íslensk yfirvöld séu meðvituð um þessa hlið gervigreindar. Á vefsíðu Stjórnarráðsins er afstaða hins opinbera gagnvart gervigreind skýrð. Af titlinum að ráða sjá yfirvöld fyrst og fremst „tækifærin“ sem innleiðing gervigreindar felur í sér: „Gervigreind skapar tækifæri í opinberri þjónustu“ Slík „tækifæri“ eru ekki af verri endanum því samkvæmt síðunni er um að ræða hvorki meira né minna en „tækifæri til umbyltingar á ýmsum sviðum“, hvað sem það svo þýðir. Neðar í textanum er reyndar minnst á mögulega ókosti hennar „svo sem hugsanlega hlutdrægni og skort á gagnsæi“ en hvergi er minnst einu orði á umhverfisáhrif hennar. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og pistlahöfundur á kolefniogmenn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Eins og margar tækninýjungar sem á undan hafa komið vekur gervigreindin blendnar tilfinningar. Bjartsýnir spekúlantar sjá í henni endalaus tækifæri til að bæta mannleg kerfi, bæta skilvirkni og auka þekkingu. Aðrir eru svartsýnni og óttast að hún geti leitt til atvinnuleysis, upplýsingaóreiðu eða jafnvel yfirráðs gervigreinda yfir mannkynið. Allri nýrri tækni fylgir áskoranir, en vestræn nútímamenning einkennist meðal annars af nýjungagirni, sem verður til þess að tækninýjungar eru yfirleitt látnar breiðast út um samfélagið óhindrað þangað til slysin gerast, og þá er reynt að bregðast við afleiðingarnar eftirá („innleiða fyrst, hugsa síðan“ virðist vera mottóið). Gervigreindin er engin undantekning frá þessu. Þrátt fyrir aðvörunarorð margra er hún að mestu leyti látin þróast afskiptalaus og það virðist vera gert ráð fyrir því að kostir hennar hljóti á endanum að vega þyngra en gallarnir. Einn ókostur hennar hefur síður verið ræddur, en mun ef til vill reynast sá alvarlegasti: gervigreindin er gríðarlega orkufrekur iðnaður. Starfsemi hennar snýst um að róta í aragrúa tölvugagna og til þess þarf hún sífellt öflugri reiknigetu, sem aftur kallar á nánast endalausa aukningu í eftirspurn eftir raforku. Í heimi þar sem liggur á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, sem er meðal annars notað til raforkuframleiðslu, má spyrja sig hvort slík tækni eigi yfirleitt rétt á sér. „Hvernig getur heimurinn náð kolefnishlutleysi ef við höldum áfram að finna upp nýjar aðferðir við að neyta orku?“ spurði gáttaður blaðamaður í nýlegri grein á New Yorker. Greinin vísar meðal annars í rannsóknir Alex De Vries, vísindamanns frá Hollandi sem tók að sér fyrir nokkrum árum að reikna út orkunotkun Bitcoin-námugraftar og birti niðurstöður sínar á vefsíðunni Digiconomist. Samkvæmt síðustu tölum hans gleypur Bitcoin-gröftur nú í sig 45 milljarðar kílówattstundir á ári, sem er meira en öll raforkunotkun Hollands. Nýlega hóf de Vries að rannsaka orkuþörf gervigreindar á borð við ChatGPT og gaf meðal annars út vísindagrein í tímarítinu Joules, en í henni kemur fram að leit í ChatGPT kallar á tíu sinnum meiri orkunotkun en hefðbundin leit í Google, og að Google-leit sem styðst við gervigreind gæti kallað á 30 sinnum meiri orkunotkun, en samkvæmt tölum Alþjóðaorkumálastofnunar (IEA) gleypa gagnaver heimsins nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heimsins. Gervigreindar-gúrúinn Sam Altman er reyndar vel meðvitaður um þessa stöðu, en er samt sem áður bjartsýnn á framtíðina. Það er gott og blessað, en stundum er fín lína milli þess sem kallast bjartsýni annars vegar og óskhyggju hins vegar. Sam Altman telur að gervigreindin muni gera heiminn að betri stað til að búa á, og muni jafnvel leiða til umbóta á menntakerfum okkar. Það er þó ekki að sjá að fyrri tækninýjungar svo sem snjallsímar, spjaldtölvur, Facebook og Tiktok hafi bætt skólaumhverfið sérstaklega (þvert á móti, ef marka má rannsóknir). Hvað orkuþörf gervigreindar varðar er Sam Altman líka bjartsýnn: kjarnasamruni mun veita okkur aðgang að endalausri hreinni orku og gera gervigreindarbyltinguna mögulega… Gagnaver gleypa nú þegar 2-3% af raforkuframleiðslu heims. Vöxtur gervigreindar kallar á enn meiri orkunotkun, ásamt aukinni þörf á kopar og öðrum málmum sem eru nauðsynleg í framleiðslu búnaðarins.iStock Aðrir eru enn bjartsýnni en Altman og trúa því að gervigreind geti hjálpað mannkyninu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það er þó erfitt að átta sig á því hvernig gervigreind ætti að draga úr áhrifum þurrka, hitabylgna eða fellibylja, hvernig hún ætti að koma í veg fyrir bráðnun Grænlandsjökuls, hækkun sjávar eða stöðvun AMOC-hringrásarinnar. Ekki áttar sig maður heldur á því hvernig hún á að sannfæra íbúa iðnríkjanna um að segja skilið við bílamenninguna eða sannfæra íbúa annara ríkja um að halda sig við bíllausa lífsstílinn, eða hvernig hvernig hún á að vernda líf í hafinu og sannfæra dýrategundir í útrýmingarhættu um að staldra við aðeins lengur. Það er sömuleiðis erfitt að sjá hvernig gervigreindin á að hafa áhrif á mannlegt eðli, sem gerir það að verkum að við þráum alltaf meira af öllu (og Sam Altman er sjálfur gott dæmi um það). Blaðamenn hjá Jocobin-miðlinum léku sér að því að spyrja gervigreindina að því hversu mikla orku hún notaði til að svara hinni sömu spurningu. Svarið var svo loðið að reyndur stjórnmálamaður hefði ekki getað gert betur: Líklegast er, að gervigreind verði bara enn ein græjan í leikfangakistunni okkar sem mun lítið annað gera en að auka enn frekar á eftirspurn eftir náttúruauðlindum, hvort sem það er orka, vatn eða málmar, og gera okkur enn erfiðara fyrir að standa við ákvörðun okkar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hratt og örugglega. Kolefnisspor Google hefur nú þegar aukist um nær 50% á síðustu 5 árum vegna notkunar á gervigreind og BHP, stærsta námafyrirtæki heimsins, hefur varað við að vöxtur gervigreindar muni auka enn frekar líkur á koparskorti á næstu áratugum… Það er ekki að sjá að íslensk yfirvöld séu meðvituð um þessa hlið gervigreindar. Á vefsíðu Stjórnarráðsins er afstaða hins opinbera gagnvart gervigreind skýrð. Af titlinum að ráða sjá yfirvöld fyrst og fremst „tækifærin“ sem innleiðing gervigreindar felur í sér: „Gervigreind skapar tækifæri í opinberri þjónustu“ Slík „tækifæri“ eru ekki af verri endanum því samkvæmt síðunni er um að ræða hvorki meira né minna en „tækifæri til umbyltingar á ýmsum sviðum“, hvað sem það svo þýðir. Neðar í textanum er reyndar minnst á mögulega ókosti hennar „svo sem hugsanlega hlutdrægni og skort á gagnsæi“ en hvergi er minnst einu orði á umhverfisáhrif hennar. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður og pistlahöfundur á kolefniogmenn.is
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar