Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar 30. október 2024 12:15 Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifaði KÍ undir samkomulag í bandalagi við BHM og BSRB um breytingar á lífeyrisréttindum, þannig að hægt væri að samræma réttindi á opinberum markaði við þau sem eru á almennum markaði. Lífeyrisréttindi á opinberum vinnumarkaði voru vissulega mun betri en þau sem eru á almennum markaði. Því var um mikla kjaraskerðingu að ræða fyrir félagsfólk Kennarasamband Íslands. „Það er sameiginleg stefna fulltrúa opinberra launagreiðenda og bandalaga opinberra starfsmanna að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf. Vinna þarf sérstaklega að því að jafna laun einstakra hópa milli almenns og opinbers vinnumarkaðar og munu aðilar beita sér fyrir því að sérstaklega verði unnið að slíkri launajöfnun.“ Gefin var frestur fram í apríl 2018 til að hefja vinnuna og 6 til 10 ár til að markmið um jöfnun launa væri komin inn í kjarasamninga. Síðan eru liðin rúm 8 ár. Ekkert bólar á jöfnun launa og hafa sveitarfélög sýnt því lítinn áhuga að ræða það af alvöru. Lengi í kjaraviðræðum var það afstaða ríkis og sveitarfélag að laun kennara gætu ekki verið hærri sökum þess að lífeyrisskuldbindingar opinberra aðila voru svo miklar. Inga Rún Ólafsdóttir sviðstjóri kjararáðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sagðist í Kastljósi í gær gjarnan vilja jafna þessi kjör, enda séu það sameiginleg markmið með KÍ. Hún vísar ítrekað í lífskjarasamninga. Félög kennarar hafa undanfarin ár einmitt samið um lífskjarasamninga. En í hvert skipti minnt á jöfnun launa. Við undirritun síðustu samninga var samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fullljóst að jöfnun launa biði ekki mikið lengur. Inga Rún hélt einnig áfram að halda því fram að ekki hafi komið kröfugerð frá KÍ. Inga Rún er vel gefin kona og það skilur enginn kennari hvernig hún skilur ekki að jöfnun launa er krafan. Útfærslan er það sem þarf að ræða. Félagsdómur er einnig búin að benda á það að jöfnun launa er krafan. Hún deilir síðan skoðun borgarstjóra um það að mögulega væri nú hægt að greiða hærri laun ef fólk vinnur meira. En um það snýst málið ekki. Málið snýst um kjaraskerðingu með fyrirheit um kjarabætur sem hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir KÍ, verið staðið við. Ég stend með kennurum í verkfalli og kjarabaráttu og hvet þig kæri lesandi til að gera það líka. Ég minni einnig á að kjararáð SNS starfar í umboði sveitarfélaganna og hver kjörin fulltrúi ber ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi núna. Höfundur er kennari og aðstoðarskólastjóri í 3. sæti lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun