Íslenski boltinn

Haraldur hættir hjá Víkingi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur Haraldsson rær á önnur mið.
Haraldur Haraldsson rær á önnur mið. vísir/arnar

Eftir að hafa verið framkvæmdastjóri Víkings í fjórtán ár hefur Haraldur Haraldsson ákveðið að hætta hjá félaginu.

Haraldur tók við sem framkvæmdastjóri Víkings 2010. Hann hefur nú óskað eftir því að láta af störfum.

Í frétt frá Víkingi kemur fram að Haraldur muni sinna starfi framkvæmdastjóra Víkings þar til eftirmaður hans verður ráðinn.

Víkingur endaði í 2. sæti Bestu deildar karla í sumar eftir tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik. Víkingar töpuðu einnig fyrir KA-mönnum í bikarúrslitum. Víkingur komst hins vegar í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu og vann þar Cercle Brugge, 3-1, fyrir viku.

Kvennalið Víkings endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar sem nýliði. Í fyrra varð liðið bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×