Innlent

Listum skilað í Hörpu og loka­dagur Norðurlandaráðsþings

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
image

Í hádegisfréttum förum við í Hörpu þar sem flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis skiluðu inn listum sínum fyrir komandi kosningar.

Fresturinn til að tilkynna um framboð rennur út núna klukkan tólf.

Þá fjöllum við um þing Norðurlandaráðs en því er að ljúka í dag. Þar kom fram þingsályktun um breytingu á Helsingfors- sáttmálanum svokallaða, en ákall hefur verið um að bjóða Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum fulla aðild að ráðinu.

Einnig förum við í hrekkavöku gírinn og tökum stöðuna á þeim sem eru að dressa sig upp fyrir þessa drungalegu hátíð. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 31. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×