Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 31. október 2024 14:35 Maðurinn fékk svona hliðslá í höfuðið. Þessi mynd er úr safni. Black_Kira/Getty Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær áheyrn Hæstaréttar eftir að Landsréttur taldi hann ekki eiga rétt á skaðabótum. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni mannsins segir að málið lúti að kröfu mannsins um viðurkenningu á bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands og Heklu vegna líkamstjóns. Hann hafi orðið fyrir slysi þegar hann fékk í höfuðið hliðslá sem gegndi því hlutverki að takmarka umferð ökutækja að þjónustuverkstæði og bílastæðum við fasteign Heklu. Héraðsdómur taldi Heklu ekki hafa gætt fyllsta öryggis Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í febrúar í fyrra, segir að í ljósi hættueiginleika hliðsins og með hliðsjón af þeirri umferð gangandi vegfarenda sem gera mætti ráð fyrir gegnum hliðið hafi Heklu borið að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi vegfarenda, enda hafi Hekla mátt vita í ljósi allra aðstæðna að hætta stafaði af hliðinu. Heklu hefði verið í lófa lagið að draga úr líkum á því að slys af þessu tagi ætti sér stað með því að setja upp varúðarskilti og beita hljóð-og ljósmerkjum til að vekja athygli vegfarenda á hættunni. Því viðurkenndi héraðsdómur óskipta skaðabótaábyrgð Heklu og Vís vegna slyssins. Landsréttur hélt nú ekki Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi sýknað Heklu og Vís af kröfum mannsins. Hann hafi meðal annars vísað til þess að að upplýst væri að hliðið væri með CE-vottun en í henni fælist að framleiðandi vöru ábyrgðist að hún uppfyllti þær grunnkröfur um öryggi og almennt heilbrigði sem tilskipanir Evrópusambandsins kvæðu á um. Þá hafi Landsréttur hvorki fallist á að hliðið hefði verið vanbúið né að á Heklu hefði hvílt skylda til að búa það frekari öryggisbúnaði. Yrði ekki séð að uppsetning viðvörunarskilta, líkt og Hekla hefði sett upp eftir slysið, hefðu aukið öryggi hliðsins sem nokkru næmi. Ekki lægu fyrir gögn sem bentu til þess að hliðið hefði verið bilað eða gæfu ástæðu til að ætla að ranglega hefði verið staðið að uppsetningu þess. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að viðhaldi hefði verið ábótavant. Óhappatilvik Það hafi því ekki verið metið Heklu til sakar að hafa hliðið í notkun á lóð sinni. Við mat á því hvort Hekla hefði, með því að hafa hliðið í notkun við þær aðstæður sem voru á lóðinni, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi hafi Landsréttur meðal annars vísað til þess að þó svo að umferð gangandi vegfarenda hefði ekki verið bönnuð og búast hefði mátt við einhverri slíkri umferð yrði af gögnum málsins ekki ráðið að fótgangandi viðskiptavinum hefði verið beint að þeirri leið sem maðurinn kaus að ganga. Þá hefði maðurinn hvorki sýnt fram á að aðstæður á lóðinni hefðu farið í bága við ákvæði laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum né aðrar reglur eða viðmið. Manninum hafi ekki verið talið hafa tekist sönnun þess að slys það sem hann varð fyrir hefði mátt rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi Heklu eða starfsmanna félagsins, heldur lagt til grundvallar að um óhappatilvik hefði verið að ræða. Dómur Landsréttar hafi falið í sér minni kröfur til fyrirtækja áður Í ákvörðuninni segir að maðurinn hafi byggt á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi. Annars vegar um skilyrði laga um meðferð einkamála og hins vegar um ábyrgð fyrirtækja á aðbúnaði fasteignar og öryggisráðstafanir vegna hættulegs búnaðar. Hann hafi vísað til þess að dómur Landsréttar feli í sér töluvert minni kröfur til fyrirtækja en dómstólar hafi áður gert. Ekki væru fordæmi fyrir því í dómaframkvæmd að fyrirtæki geti sleppt því að gera fullnægjandi öryggisráðstafanir með óljósri og óstaðfestri fullyrðingu um að það sé ekki í samræmi við hönnun búnaðar að hafa tilteknar öryggisráðstafanir. Að sama skapi væru ekki kunn fordæmi þess að CE-merkingu hafi verið gefið álíka vægi og gert sé í dómi Landsréttar. Hann hafi jafnframt byggt á því að úrslit málsins vörðuðu mikilvæga hagsmuni sína. Loks hafi hann talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að að virtum gögnum málsins yrði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi um efnisatriði þess. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira