Körfubolti

Kane reyndi að róa menn meðan sjúkra­þjálfari ýtti leik­manni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ólafur Ólafsson heldur utan um Jase Febres ásamt DeAndre Kane sem sést ýta sjúkraþjálfaranum Sreten Karimanovic burt. Sreten ýtti við Jase og öskraði á hann.
Ólafur Ólafsson heldur utan um Jase Febres ásamt DeAndre Kane sem sést ýta sjúkraþjálfaranum Sreten Karimanovic burt. Sreten ýtti við Jase og öskraði á hann. Vísir/Jón Gautur

Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar.

Atvikið átti sér stað þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum, sem endaði með 104-98 sigri Stjörnunnar.

Björgvin Hafþór Ríkharðsson í Grindavík braut þá á Ægi Þór Steinarssyni í Stjörnunni.

Hrúgast að Björgvini sem sést til vinstri á myndinni.vísir / Jón Gautur

Hilmar Smári Henningsson hljóp á eftir Björgvini og virtist eiga eitthvað við hann ótalað. Shaquille Rombley fylgdi honum fast eftir og Jase Febres blandaði sér einnig í málið.

Hilmar Smári var fyrstur á vettvang en var ýtt burt úr þvögunni.vísir / Jón Gautur
vísir / Jón Gautur

Björgvin var fljótur að láta sig hverfa af vettvangi og labbaði sakleysislega burt meðan áflogin brutust út.

Stjörnumönnum þótti það afar sérstakt að sjá sjúkraþjálfara Grindavíkur taka þátt í látunumVísir/Jón Gautur

DeAndre Kane var fljótur að stökkva inn í þvöguna en reyndi nokkuð óvænt að róa menn niður.

Hann hafði hins vegar ekki hemil á sjúkraþjálfara Grindavíkur, Sreten Karimanovic, sem ýtti í Jase Febres og öskraði á hann.

Einar Karl Birgisson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, stökk út á gólf og róaði menn niður.vísir / Jón Gautur
DeAndre Kane heldur um Jase Febres.vísir / Jón Gautur

Dómurunum tókst að að lokum að stía mönnum sundur og eftir ráðfæringar varð niðurstaðan að Jase Febres og Hilmar Smári fengu báðir tæknivillur og varamannabekkur Grindavíkur fékk tæknivillu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×