Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar 1. nóvember 2024 09:45 Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á frelsi einstaklingsins til að byggja líf sitt á eigin verðleikum, óháð kyni, uppruna eða bakgrunni. Þetta er lykilatriði fyrir mig. Í slíku samfélagi hefur hver einstaklingur tækifæri til að þroska hæfileika sína og ná langt, án þess að þurfa að treysta á stjórnvald eða aukin ríkisafskipti. Hlutverk stjórnvalda á að snúast um að auðvelda fólki lífið, skapa grundvöll fyrir nýsköpun og efla atvinnulíf þar sem tækifærin eru til staðar. Öflugt atvinnulíf er grunnur að sterku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill leggja áherslu á að styðja við fyrirtæki og frumkvöðla, og það hefur raunveruleg áhrif fyrir okkur unga fólkið: fleiri tækifæri til atvinnu, aukin verðmætasköpun og meiri velferð. Sterkt atvinnulíf skapar störf, styður við fjölbreyttara samfélag og gerir okkur kleift að þróa nýjar hugmyndir og tæknilausnir sem bæta lífsgæði. Með því að efla tekjur ríkissjóðs með verðmætasköpun, en ekki stöðugum skattahækkunum, verður einnig hægt að byggja upp öflugt velferðarkerfi. En til að árangur náist þarf gott menntakerfi sem tekur mið af þörfum nútímans. Við þurfum að vera betur undirbúin fyrir fjölbreyttan og síbreytilegan vinnumarkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra framtíðarsýn á að bæta menntakerfið og tengja það við atvinnulífið þannig að það nýtist betur okkur ungu fólki og samfélaginu í heild. Þannig tryggjum við að framtíð Íslendinga verði byggð á menntuðu, hæfu og framsæknu fólki sem er reiðubúið að takast á við áskoranir morgundagsins. Við stöndum einnig frammi fyrir stórum áskorunum næstu árin, ekki aðeins á sviði efnahags og nýsköpunar heldur einnig í orkumálum. Ísland þarf að nýta orkuauðlindir sínar á sjálfbæran hátt og með ábyrgri stjórnun þannig að orkan nýtist okkur, komandi kynslóðum og atvinnulífinu sem byggir á henni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann getur stýrt hagkerfinu af ábyrgð, stuðlað að stöðugleika og gert langtímalausnir að forgangi. Kosningarnar 30. nóvember mega ekki leiða til aukinnaríkisafskipta og skattahækkanna sem bitnar mest á ungu fólki. Við erum rétt að stíga okkar fyrstu skref á vinnumarkaði og koma okkur fyrir á húsnæðismarkaði. Við eigum ekki að þurfa að bera þau byrði að greiða stöðugt hærri skatta sem skerða möguleika okkar til að byggja upp eigið líf. Okkur þarf að vera treyst fyrir því að móta eigin framtíð og nýta hugmyndir okkar og ástríðu án þess að ríkisafskipti standi í vegi fyrir okkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur á móti skýra framtíðarsýn fyrir ungt fólk og stefnu sem tryggir að Ísland verði áfram sterkt, stöðugt og byggt á sjálfbærum grunni. Með því að styðja einstaklingsfrelsi, öflugan efnahag og sjálfbærni í nýtingu auðlinda tryggir Sjálfstæðisflokkurinn að ungt fólk hafi rödd sem nær lengra en næsta kjörtímabil og byggi á raunverulegum, ábyrgum langtíma lausnum. Þetta er okkar framtíð, og við eigum að nýta kosningaréttinn til að hafa áhrif á hana. Setjum X við D og byggjum saman samfélag sem styður ungt fólk til að ná langt! Höfundur er tvítugur húsasmiður.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar