Tíska og hönnun

Fagur­fræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Flestir hræðast eyeliner mest en með ráðum Rakelar Maríu er það óþarfi.
Flestir hræðast eyeliner mest en með ráðum Rakelar Maríu er það óþarfi.

„Eyeliner. Það er eitthvað sem langflestir eru hræddir við þegar það kemur að förðun,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María sem kennir í nýjasta þætti Fagurfræða tvær einfaldar leiðir til þess að ná fram hinum fullkomna eyeliner, annars vegar vængjaðan eyeliner og kremaðan.

Í Fagurfræði sýnir Rakel María ýmsar þægilegar leynileiðir þegar kemur að förðun, hvað ber að hafa í huga og hvað er gott að forðast. Hún hvetur áhorfendur til þess að hræðast ekki eyeliner og segist vona að með þessum ráðum muni þeim þykja hann eins skemmtilegur í förðun og henni.

Vængjaður eyeliner og kremaður eyeliner

„Ég ætla að fara með ykkur í gegnum tvær leiðir sem eru mjög einfaldar til þess að ná fram hinum fullkomna eyeliner. Hér er ég með tvennskonar eyelinera, annars vegar er ég með tússliner sem mér finnst ótrúlega gott að nota til þess að búa til svona vængjaðan eyeliner sem er einmitt það sem flestir hræðast,“ segir Rakel María.

„Hinsvegar er ég með kremaða eyelinera, annars vegar dökkbrúnan og hinsvegar ljósan. Ég ætla að nota þessa eyelinera til þess að sýna ykkur muninn hvernig maður getur stækkað augað eða minnkað það og gert það aðeins dramatískara.“

Vísir/Grafík

Tengdar fréttir

Haustförðunin sem hefur slegið í gegn á TikTok

Tískustraumar í förðunarheiminum eru eins misjafnir og þeir eru margir en í nýjasta þætti Fagurfræði tekur Rakel fyrir hausttrendin sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlinum Tik-Tok.

Einfalt og frísklegt útlit fyrir hlaupið

„Í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum það hvernig við getum haft okkur til án þess að vera að farða okkur endilega,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar sýnir Rakel hvernig hægt er að ná fram frísklegu útliti fyrir útivistina án mikillar fyrirhafnar.

Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum?

„Í þættinum í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum skyggingar. Skyggingar vefjast oft fyrir mörgum og við erum oft pínu hrædd við þær,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar fer Rakel yfir það hvernig best er að skyggja andlitið svo andlitsdrættir njóti sín sem best.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.