xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar 1. nóvember 2024 11:46 Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leigumarkaður Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili. Frá fjármálahruninu hefur hlutfall fasteigna sem eru keyptar af fjárfestum vaxið úr um 50% í 90% á þessu ári. Þetta hefur ýtt undir hækkun leiguverðs, sem síðan dregur fasteignaverð upp og þrengir að ungu fólki sem á erfitt með að komast í eigið húsnæði. Kaldhæðnin í þessu er sú að ungt sjálfstæðisfólk talar mikið um „frelsi einstaklingsins“ og jafna möguleika, en aldrei um húsnæðismarkaðinn. Þau fjalla fjálglega um það að allir eigi að hafa sömu tækifæri til að skapa sitt eigið líf, en fjarlægjast alveg þau raunverulegu vandamál sem koma upp þegar frelsi einstaklingsins er ekki lengur tryggt til að eignast eigið heimili eða ná endum saman á síhækkandi leigumarkaði. Þannig finnur unga fólkið, sem er fast á leigumarkaði og á í erfiðleikum með að komast í eigið húsnæði, lítið fyrir þessum „frelsisanda“ sem boðaður er. Þess í stað þarf það að kljást við sífellt hærri leigu og draumurinn um eigin íbúð fjarlægist stöðugt. Frelsi einstaklingsins snýst þá ekki um frelsi til að bæta líf sitt, heldur frelsi þeirra efnameiri til að nýta leigumarkaðinn til gróða – oft á kostnað þeirra sem standa höllum fæti. Frelsið til þess að græða á ungu fólki á leigumarkaði hefur vaxið svo hratt að fylgni milli fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi er tvöfalt meiri en víða annars staðar í Evrópu. Í raun er leiguverðið orðið einn stærsti drifkrafturinn í hækkun fasteignaverðs; þegar leigan hækkar, hækkar fasteignaverðið einnig. Þetta er vítahringur þar sem leiguverðið, sem ungt fólk þarf að greiða, þrengir að kaupmætti þess og veldur því að draumurinn um eigið húsnæði verður fjarlægari. Ef ungt fólk vinnur aukalega til að safna fyrir útborgun eða eignast húsnæði missir það húsnæðisstuðninginn sem það gæti þurft á að halda – enda skerðast leigubætur í samræmi við auknar tekjur. Á meðan eru þeir sem þegar eiga eignir og græða á leigumarkaði lausir við slíkar skerðingar. Þeir geta leigt út og hagnast óhindrað, á meðan unga fólkið er fast í kerfi sem refsar því fyrir að leggja til hliðar. Þannig verður frelsi einstaklingsins að handvöldum lúxus fyrir suma, á meðan það þrengir að öðrum. Á endanum má segja að þetta lofaða „frelsi til að græða“ sé orðið rándýrt fyrir samfélagið og jafnvel heftandi á möguleika ungs fólks til að standa á eigin fótum. Þetta er ekki frelsi fyrir alla; það er frelsi sumra til að halda öðrum niðri. Höfundur er varaformaður leigjendasamtakanna og tölvuleikjahönnuður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun