Lífið

Hollywood stjarna til liðs við Lauf­eyju

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Laufey Lín virðist vera mikið jólabarn.
Laufey Lín virðist vera mikið jólabarn. John Nacion/Variety via Getty Images

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur sett sinn einstaka svip á jólalagið vinsæla „Santa Baby,“ sem var skrifað af Joan Javits og upprunalega flutt af Eartha Kitt árið 1953. Laufey sett lagið í djass-búning og fékk bandaríska Hollywood leikarann Bill Murray til liðs við sig. 

„Að mínu mati byrjar jólahátíðin í dag,“ skrifar Laufey við myndbandið í færslu á Instagram-síðu sinni.

Eins og alþjóð veit hefur stjarna Laufeyjar aldrei skinið skærar. Nýverið var tilkynnt að tónleikar hennar, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi, þar á meðal í Bíó Paradís.

Tónleikarnir, sem um ræðir, seldust upp, og steig Laufey á svið með sinfoníuhljómsveit frá Los Angeles og heillaði þúsundir áhorfenda upp úr skónum.

Laufey hlaut eftirminnilega Grammy verðlaun fyrir plötu sína Bewitched fyrr á árinu. Platan kom út þann 8. september í fyrra og sló í kjölfarið met hjá Spotify en eftir fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.


Tengdar fréttir

Laufey ástfangin

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er komin á fast. Sá heppni heitir Charlie Christie og vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles. 

Laufey prýðir forsíðu Vogue

Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert.

Laufey hlaut Grammy-verðlaun

Laufey Lín Jónsdóttir hlaut Grammy-verðlaun í kvöld í flokki hefðbundinnar popptónlistar, fyrir breiðskífu sína Bewitched.

Laufey í banastuði í Reykjavík

Tónlistarkonan Laufey Lín er stödd á Íslandi í kærkomnu fríi eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi. Laufey hefur komið víða við og látið sjá sig meðal annars í Melabúðinni og skemmtistaðnum Röntgen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.