Innlent

Um­deild eldræða for­manns Fram­sóknar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Stjórnmálafræðiprófessor telur eldræðu formanns Framsóknarflokksins um útlendingamál að einhverju leyti til þess fallna að fjarlægja flokkinn stefnu Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins. Framsókn geri sig líklega til að mynda ríkisstjórn af miðjunni til vinstri. Við rýnum í pólitíkina í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna e.colisýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir á barnaspítalanum segir allt að þokast í rétta átt.

Dómsmálaráðherra vill rýmka heimild yfirvalda til að öryggisvista einstaklinga sem eru taldir hættulegir sér og öðrum í samfélaginu. Félagsmálaráðherra vill að farið verði nánar ofan í saumana á þessum málum eftir tvö alvarleg atvik.

Þá heyrum við frá kosningafundi Donalds Trump í Wisconsin í gær, sem einkenndist af tæknilegum örðugleikum, og hitum upp fyrir fjölmenningarhátíð í uppsveitum Árnessýslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×