Eygló best allra á EM og Erla fékk þrjú brons Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 22:20 Eygló Fanndal Sturludóttir með gullverðlaunin sín á EM. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir átti fullkomna lokaheimsókn á Evrópumót U23 ára í ólympískum lyftingum sem lauk í dag í Póllandi. Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild. Lyftingar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Eins og fram hefur komið þá varð Eygló Evrópumeistari í -71 kg flokki, í hópi 23 ára og yngri, auk þess sem hún sló Norðurlandametið í fullorðinsflokki með samanlögðum árangri sínum. Hún lyfti 104 kg eða mest allra í snörun og einnig mest allra í jafnhendingu eða 133 kg. Samtals lyfti hún því 237 kg og vann öruggan sigur en sigurlyftu hennar í jafnhendingunni má sjá hér að neðan. Í dag fékk Eygló svo viðurkenningu fyrir að hafa orðið stigahæst allra kvenna, þvert á flokka, á mótinu. Útkoman gat því ekki orðið betri, á þessu síðasta U23-móti Eyglóar sem var með foreldra sína á meðal áhorfenda auk þess sem móðir hennar fékk svo þann heiður að veita henni gullverðlaunin. Eygló var einnig stigahæst á Norðurlandamótinu í Færeyjum fyrir tveimur vikum og það var þá í fyrsta sinn sem að Íslendingur hlýtur þá viðurkenningu. Íslendingar uppskáru ríkulega á mótinu í Póllandi því auk verðlauna Eyglóar fékk Guðný Björk Stefánsdóttir þrenn bronsverðlaun í sama þyngdarflokki og hún. Í dag hlaut svo Erla Ágústsdóttir þrenn bronsverðlaun í +87 kg flokki. Erla lyfti mest 97 kg í snörun og 116 kg í jafnhendingu, eða samtals 213 kg. Erla Ágústsdóttir með bronsmedalíurnar þrjár á EM U23 í Póllandi.LSÍ Erla fékk allar sex lyftur sínar gildar á mótinu en það var þó ekki útlit fyrir það í fyrstu því dómararnir gáfu henni þrjú rauð ljós á opnunarlyftuna í jafnhendingu. Þessu mótmæltu þjálfarar Erlu og eftir endurskoðun var dómnum snúið og lyftan dæmd gild.
Lyftingar Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira