Lífið

Segist aldrei myndu deita Depp

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Camille Vasquez við réttarhöldin fyrir tveimur árum síðan.
Camille Vasquez við réttarhöldin fyrir tveimur árum síðan. Cliff Owen/Getty Images

Camille Vasquez lögmaður Hollywood stjörnunnar Johnny Depp segir að hún myndi aldrei deita leikarann. Tilefnið er þrálátur orðrómur þess efnis að þau séu nú að stinga nefjum saman.

Þetta kemur fram í umfjöllun PageSix en þar segir að orðrómurinn hafi verið á kreiki allt frá því að þau sáust saman í réttarsal árið 2022 þegar Depp stefndi fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard fyrir meiðyrði. Málið vann hann árið 2022.

„Ég myndi aldrei,“ segir Vasquez um það hvort hún væri ekki til í að byrja með leikaranum heimsfræga. „Lof mér bara að skrásetja þetta hér: Ég hef aldrei deitað Johnny Depp. Ég myndi aldrei deita Johnny Depp. Mér finnst hann vera yndisleg manneskja..en hann er ekki mín týpa.“

Hún segist hafa verið fljót að átta sig á því að þau væru mjög ólíkir persónuleikar. Segir hún Depp hugsa hlutina á allt annan hátt en hún sjálf. Hann sé mikill listamaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.