Körfubolti

Sá lang­elsti stóð upp úr í Suður­lands­slag

Sindri Sverrisson skrifar
Grikkinn reynslumikli Fotios Lampropoulos var með flest framlagsstig í leiknum í kvöld.
Grikkinn reynslumikli Fotios Lampropoulos var með flest framlagsstig í leiknum í kvöld. Hamar karfa

Grannar tókust á í Hveragerði í kvöld þegar Hamar mætti Selfossi í 1. deild karla í körfubolta. Hamarsmenn unnu öruggan tuttugu stiga sigur, 105-85.

Langelsti maður vallarins, Grikkinn reynslumikli Fotios Lampropoulos, var atkvæðamestur á vellinum ef horft er til framlags á tölfræðiblaðinu.

Fotios, sem kom til Hamars frá Þór Þorlákshöfn í sumar, skoraði 19 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar í leiknum, og var með 32 framlagsstig.

Hann var næststigahæstur á eftir Jose Medina Aldana sem skoraði 20 stig og gaf níu stoðsendingar. Næstelsti maður vallarins , hinn 33 ára gamli Ragnar Ágúst Nathanaelsson, skoraði sex stig en reif til sín tíu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Hjá Selfyssingum var Follie Bogan stigahæstur með 24 stig og Vojtech Novak skoraði 18.

Hamar var 22-18 yfir eftir fyrsta leikhluta en stakk svo af í öðrum leikhluta þegar liðið skorað heil 37 stig gegn sextán stigum gestanna. Eftir það var aldrei spurning hvernig færi.

Hamar hefur þar með unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum og er eitt af fimm liðum með átta stig í efstu sætum deildarinnar, en hin fjögur eiga leik til góða. Selfoss er með tvo sigra og fjögur töp, í 9. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×