Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2024 09:00 Carlo Ancelotti var áhyggjufullur á blaðamannafundinum vegna ástandsins á Spáni. Getty/Alberto Gardin Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid stýrði ekki liði sínu um helgina þar sem leik liðsins á móti Valencia var frestað vegna flóðanna miklu í Valenica. Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Tveimur leikjum í spænsku deildinni var frestað en allir hinir leikirnir fóru fram. Spænska deildin hefur unnið með Rauða krossinum í að safna pening fyrir hjálparstarfið og fyrir þá sem misstu mikið í flóðunum. Forráðamenn hennar hafa fengið gagnrýni á sig fyrir að fresta ekki öllum leikjunum. „Þetta er búin að vera vika full af harmleik og við erum öll mjög sorgmædd,“ sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid á móti AC Milan. Fjöldi fólks lést í flóðunum. „Okkar hugur er hjá fólkinu í Valencia og öllum bæjunum sem lentu í þessu. Vonandi tekst fólki að finna lausn á þessu ástandi sem fyrst. Það er erfitt að tala um fótbolta í svona kringumstæðum hvað þá að spila fótbolta. Við erum hluti af þessu landi og þetta hafði áhrif á okkur líka,“ sagði Ancelotti. „Hausinn er ekki á réttum stað. Við reynum að undirbúa okkur fyrir leikinn af því að við erum fagmenn. Við verðum að gera það,“ sagði Ancelotti. Fjöldi leikmanna og þjálfara á Spáni töldu réttast að fresta öllum leikjum á Spáni um síðustu helgi. „Það er á hreinu að það vildi enginn spila. Við ráðum þessu bara ekki. Þeir sem eru ofar en við ráða þessu. Fótbolti er partý og þú getur haldið hátíð ef allt er í lagi,“ sagði Ancelotti og hélt áfram: „Þegar fólk er ekki í lagi þá viltu ekkert partý. Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni. Af því að hann er mikilvægastur af því sem skiptir minna máli,“ sagði Ancelotti. Leikur Real Madrid og AC Milan er sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira