Körfubolti

Tvær stór­brotnar körfur Ja Morant

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ja Morant skorar fyrri körfuna ótrúlegu.
Ja Morant skorar fyrri körfuna ótrúlegu. getty/Luke Hales

Stjarna Memphis Grizzlies, Ja Morant, sýndi stórkostleg tilþrif og skoraði ótrúlega körfu gegn Brooklyn Nets, ekki eina heldur tvær.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks keyrði Morant á körfuna, sneri sér í loftinu, skipti um hendi og lagði boltann einkar smekklega ofan í.

Morant var ekki hættur því snemma í seinni hálfleik skoraði hann svipaða körfu. Leikstjórnandinn réðist þá inn í teiginn og kláraði færið með miklum tilþrifum.

Morant skoraði 25 stig í leiknum sem Memphis tapaði, 106-104. Hann tók einnig fimm fráköst og gaf níu stoðsendingar. Morant hitti úr tíu af 22 skotum sínum og kláraði öll fjögur vítaskotin sín.

Morant lék aðeins níu leiki með Memphis á síðasta tímabili en hann var í miklum vandræðum utan vallar. Hann hefur leikið sjö leiki á þessu tímabili. Í þeim er hann með 20,7 stig, 5,1 frákast og 9,7 stoðsendingar að meðaltali.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×