Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2024 11:51 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir aðhald hafa skilað árangri í rekstri borgarinnar. Vísir/Vilhelm Útkomuspá A-hluta Reykjavíkurborgar sýnir rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir gera ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,7 milljarða króna hagnaði. Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“ Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Í fréttatilkynningu um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025 og fimm ára tímabilið til 2029, sem er lögð fram í borgarstjórn til fyrri umræðu í dag, segir að skörp forgangsröðun og áframhaldandi aðhald einkenni fjárhagsáætlun fyrir A-hluta borgarinnar fyrir árið 2025, þar sem gert sé ráð fyrir 1,7 milljarða króna afgangi af rekstri. Útkomuspá sýni rekstrarafgang upp á ríflega hálfan milljarð króna á þessu ári og áætlanir geri ráð fyrir að rekstur borgarinnar batni enn frekar næstu fimm árin. Rekstur samstæðu, A- og B- hluta, skilai 14,3 milljarða afgangi árið 2025 samkvæmt áætlunum. Eignir upp á 304 milljarða Fjárhagsáætlun A-hluta, hluta reksturs Reykjavíkurborgar sem fjármagnaður er með skatttekjum, sýni mikinn viðsnúning í rekstri, sem megi rekja til árangurs af aðhaldi og aðgerðum til að mæta hallarekstri síðustu ára í samræmi við markmið og megináherslur fjármálastefnu Reykjavíkurborgar sem var sett fram við upphaf kjörtímabilsins. Á næsta ári sé gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um 1,7 milljarða króna. Gert sé ráð fyrir að eignir A-hluta nemi 304 milljörðum króna í lok árs 2025 og aukist um 12,4 milljarða króna milli ára. Útkomuspá geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaðan ársins 2024 verði jákvæð um 531 milljón króna, sem sé um 5,5 milljarða króna jákvæður viðsnúningur frá fyrra ári. B-hluti jákvæður um tæpa þrettán milljarða króna Þá segir að fjárhagsáætlun ársins 2024 geri ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 14,3 milljarða króna og EBITDA, afkoma fyrir vaxtagreiðslur og vaxtatekjur, skattgreiðslur og afskriftir, verði 62,6 milljarðar króna. Á árunum 2026 til 2029 sé gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta og vaxandi EBITDA. Gert sé ráð fyrir að í lok árs 2025 nemi eignir samtals 1.028 milljörðum króna og aukist um 54,2 milljarða á árinu. Þá sé gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 45,7 prósent. Útkomuspá fyrir árið 2024 geri ráð fyrir að afkoma samstæðunnar A- og B- hluta verði jákvæð um 8,1 milljarða króna á árinu. Fjárhags- og fimm ára áætlun geri ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið og skuldaviðmið undir lögskyldu hámarki. Ábyrgur rekstur lykill að góðri þjónustu „Fjárhagsáætlunin sem við kynnum í dag sýnir að við höfum með samhentum hætti náð miklum árangri við krefjandi ytri aðstæður. Lykillinn að því að geta veitt borgarbúum góða þjónustu er að reka borgina með ábyrgum hætti,“ er haft eftir Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í fréttatilkynningu. Skýrt rekstraraðhald sé að skila árangri. Meginmarkmiðið sé að standa vörð um grunnþjónustuna en leita hagræðingartækifæra inn á við. Þá hafi öflugt aðhald meðal annars skilað sér í því að stöðugildi borgarinnar standi í stað milli ára þrátt fyrir að íbúum fjölgi og þjónusta við borgarbúa sé bætt. „Þrátt fyrir að okkur hafi tekist að snúa miklum hallarekstri yfir í að skila núna afgangi þá erum við meðvituð um að verkefninu er ekki lokið. Við munum áfram leggja okkur fram um að leita leiða til að bæta reksturinn og þannig skapa svigrúm til þess að bæta enn frekar þjónustu við íbúa.“
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira