Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. nóvember 2024 16:26 Frá umferðarslysinu sem varð við Sæbraut og frárein frá Miklubraut. Lögreglan Fimmtán manns slösuðust í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku, frá 27. október til 2. nóvembers. Alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu. Lögreglan biðlar til vegfarenda að fara varlega í umferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild. Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Báðir ökumenn fluttir á slysadeild Tvö umferðarslys voru tilkynnt á þriðjudaginn 29. október. Laust fyrir klukkan tólf missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók suður Sæbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin fór utan vegar og eftir grasbala inn á frárein frá Miklubraut. Lenti bifreiðin þá á annarri bifreið á fráreininni en sú síðarnefnda valt við áreksturinn. Sá er missti stjórn á bifreið sinni var ekki með öryggisbelti en báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir umferðarslysið. Seinna sama dag var bifreið ekið á rafmagnshlaupahjól á Laugavegi, við Bolholt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins var fluttur á slysadeild. Strætisvagn og fólksbifreið í árekstri „Sunnudaginn 27. október kl. 7.37 varð árekstur strætisvagns og fólksbifreiðar á athafnasvæði Strætó við Hestháls í Reykjavík. Ökumaður fólksbifreiðarinnar var fluttur á slysadeild,“ segir í tilkynningu lögreglu. Á mánudagsmorgun, 28. október, varð þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við álverið í Straumsvík. „Tveimur bifreiðum var ekið úr gagnstæðri átt og fór önnur þeirra yfir á öfugan vegarhelming svo árekstur varð með þeim. Við það kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem kom aðvífandi Allir þrír ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Bifreið ekið á steinvegg til rannsóknar Á fimmtudaginn rétt fyrir klukkan 19:00 varð tveggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut til suðurs, við Miklubraut. Sá er olli tjóninu, stakk af frá vettvangi. Ökumaður bifreiðarinnar, sem ekið var á, var fluttur á slysadeild. Fjögur umferðarslys voru tilkynnt á laugardaginn. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á hringbraut í Hafnarfirði við Suðurbæjarlaug. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að vegfarandinn hafi verið ölvaður og að hann hafi verið fluttur á slysadeild. „Klukkan 19:30 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli við Mathöllina á Hlemmi. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Klukkan 21:58 var bifreið ekið á steinvegg við Brúarvog í Reykjavík, við Barkarvog. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.“ Klukkan 21:58 varð einnig tveggja bíla árekstur á Breiðholtsbraut við Seljaskóga. Bifreiðunum var ekið úr gagnstæðri átt en í aðdragandanum að árekstrinum hugðist ökumaðurinn sem ók til vesturs að taka vinstri beygju á gatnamótunum og Seljaskóga til suðurs þegar að bifreiðarnar skullu saman. Einn farþegi var fluttr á slysadeild.
Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira