Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. nóvember 2024 08:47 Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Af hverju hræðast Bjarni og Simmi mannréttindi svona mikið? Það var sérkennilegt sjónarspil þegar Bjarni stóð og skar í grasker á meðan hann ávarpaði þjóðina, líkt og graskersins helsta erindi væri að vara okkur við vinstristjórn, sem hann leiddi að væri fjandafylking lýðveldisins. Þar sást glöggt hvernig stefna Bjarna og Simma í réttindamálum okkar viðkvæmasta hóps er ískyggilega lík innvolsi graskersins sjálfs – hol og hálftómt, en vandlega falið í gylltri skel. Við eigum þá að trúa því, kæru landsmenn, að réttindamál séu varhugaverð og að öruggasta leiðin sé að tefja þau eins lengi og hægt er, eins og framtíðarlausnir séu best geymdar í bið. Því samkvæmt þessari stefnu er fátt hættulegra en fullnægt réttlæti. Og nú, þegar líður að kosningum, virðist sem þessir herrar vilji síður reisa Mannréttindastofnun heldur en standa í pólitískri keppni, þar sem réttindi verða að skrautfjöðrum í framboðsræðunum. En á meðan Mannréttindastofnunin er látin sitja á hakanum, er staðan grafalvarleg fyrir fatlað fólk. Nú hefur öllum starfsmönnum Réttindagæslu fatlaðs fólks verið sagt upp störfum, og eftir áramót mun enginn sinna þessum mikilvægu málum. Hvað verður þá um skjöld og sverð fatlaðs fólks, þessa fjórtán ára reynslu sem hingað til hefur varið þá sem minnst mega sín, eins og rannsóknir Háskóla Íslands hafa sýnt svo skýrt? Kannski eru hugmyndir um réttindagæslu fyrir Bjarna og Simma sem þyrnir í augum, verkefni sem helst má geyma á bið, fjarri allri umræðu, án stjórnunar og án stöðugilda, því slík fyrirhyggja og fjármögnun kæmi þá ekki vinum og vandamönnum til góða. Eða telja þeir ef til vill að biðtrygging á pappír sé nægjanleg? Að réttindi hinna veikburða þurfi ekki meira en hólmgefið loforð sem enginn stendur vörð um? Og nú, þegar örfáar vikur eru til áramóta, rétt áður en vetrarstormarnir herja á landið, vita Bjarni og Simmi að þjóðin býður spennt eftir frekari „loforðum“ um réttindagæslu, en enn hefur engin áætlun verið lögð fram. Já, það eru sérstakir stjórnarhættir, þar sem Mannréttindastofnun er samtímis til staðar og ekki til staðar – þannig getur enginn verið óánægður, svona rétt fyrir kosningar. En þegar hin raunverulega stofnun loks rís upp, verður hún þá varinn staður fyrir réttindi allra, eða einföld skrautskál í sögubókum? Mun góðmennska Bjarna og Simma streyma eins og hreint fjallavatn yfir fatlað fólk landsins, og mun það brosandi þakka þeim fyrir? Eða verður þessi sýndargjörningur einfaldlega ný leið til að tryggja að réttindi hinna veikburða verði lokuð inni í myrkri stjórnsýslunnar, án sverðs eða skjaldar? Hvernig eigum vér að trúa þessum herrum, sem alla sína daga við völd hafa eigi annað gjört en lagt sitt fram til niðurrifs kerfisins? Menntun drengjanna hrörnar, sú er áður var þjóðinni til sóma, brotin niður svo sjálfar Pisa kannanirnar kveða upp sinn óvægna dóm. Heilbrigðiskerfið liggur í láginni, og varla sjáanlegur læknir fyrr en skaðinn er skeður og svo er viðtaka erlendra samborgara okkar er komin í þrot. Svo eru það mannréttindin, mannréttindi á undanhaldi og í niðurníðslu, frá því að Réttindagæsla fatlaðs fólks var leyst upp með lögum landsherranna í sumar, líkt og stéttarfélag launamannsins væri afnumið á ögurstundu þar sem ekkert plan er um næstu skref. Já, kæru landsmenn, hver á nú síðasta orðið? Eru þetta mannréttindi þeirra Simma og Bjarna, mannréttindi á bið, rétt eins og grasker á gluggakistunni, sem bíður hljótt eftir að verða úti í næsta frosti. Höfundur er fötluð kona og námsráðgjafi.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun