Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 10:44 Gylfi Magnússon er eins og margir hugsi yfir niðurstöðum kosninganna í gær. Vísir/Vilhelm Prófessor við viðskiptafræðisdeild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra er hugsi eftir að ljóst er að Donald Trump verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bakslag í hnattrænni hlýnun, tangarhald kristinna hægri manna á Hæstarétt og uppgangur Rússlands á kostnað Úkraínu er meðal þess sem tínt er til. Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Gylfi Magnússon er meðal fjölmargra sem ýmist eru hugsi eða fagna niðurstöðunni vestan hafs sem þó á eftir að staðfesta fyrir víst. Þjóðarleiðtogar eru þegar farnir að óska Trump til hamingju með sigurinn. Þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands. Gylfi setur fyrirvara við spá sína um afleiðingar kosninganna en sér ýmislegt við í kortunum. Það verður verulegt bakslag í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun enda mun Bandaríkjastjórn hvetja til bruna á kolum og olíu eins og enginn sé morgundagurinn. Úkraína verður neydd til að gefast upp og afhenda Rússum veruleg landsvæði. Úkraínumenn gætu jafnvel neyðst til að koma á rússneskri leppstjórn og verða í svipaðri stöðu og Belarús. Það mun svo aftur þýða að Eystrasaltslöndin, Georgía og fleiri nágrannalönd Rússlands verða í stórhættu. NATÓ verður gagnslítið eða -laust þegar hernaðarmáttur Bandaríkjamanna stendur í raun ekki að baki því. Rússneska „heimsveldið“ sem þannig verður endurreist að hluta er hins vegar svo fúið og veikburða (bláfátæk, gerspillt bensínstöð með kjarnorkuvopn) að það mun einhvern veginn liðast í sundur fyrr eða síðar, hugsanlega með mjög blóðugum átökum. Tollastríð við Kína (þar sem ESB mun líka taka þátt) mun valda samdrætti í milliríkjaverslun, aukinni verðbólgu og hægja á heimshagkerfinu. Lífskjör versna fyrir vikið. Ísrael mun fara sínu fram í Gaza og Vesturbakkanum (svo sem engin breyting þar) en líklega ekki fá stuðning til að ráðast af fullum þunga á Íran. Fjöldi Bandaríkjamanna mun missa aðgang að heilbrigðisþjónustu þegar undið verður að hluta ofan af umbótum Obama á því sviði. „Kristilegir“ hægri menn munu halda meiri hluta í hæstarétti Bandaríkjanna í marga áratugi til viðbótar. Það hefur auðvitað margs konar afleiðingar. Gylfi vonar að þróun geti orðið skárri en eins og hann sjái hana fyrir sér. Hins vegar sé nánast ómögulegt að sjá fyrir að eitthvað gott geti komið út úr tilvonandi valdasetu Trumps. Tryggvi Þór Herbertsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skýtur á Gylfa og spyr hvort það geti verið að hann sé ekki aðdáandi Trump. Aðrir taka undir með Gylfa og segja sumir hann frekar bjartsýnan en annað. Í könnun sem Prósent gerði í vikunni kom fram að einn af hverjum tíu Íslendingum studdu Trump. Kjósendur Miðflokksins skæru sig þó úr en fjórir af hverjum tíu kjósendum flokksins væru stuðningsmenn Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira