Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 07:01 Ljósmyndarinn, klipparinn, myndlistarkonan og lífskúnstnerinn Vigdís Erla ræðir við blaðamann um lífið í Berlín og ævintýraþrána. Vísir/Vilhelm „Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima,“ segir ævintýrakonan og listakonan Vigdís Erla Guttormsdóttir. Vigdís hefur verið búsett í Berlín síðastliðin ellefu ár og fluttist fyrst erlendis ein síns liðs sextán ára gömul. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti, hvatvísi, ástarsorg og sköpunargleði og margt fleira. Flutti til Berlínar eftir stutta leit á Google Vigdís Erla sótti um nám í Berlín árið 2013 og segir að það hafi í raun verið tilviljunarkennt að hún hafi endað þar. „Ég var einfaldlega bara að leita uppi ljósmyndunarnám erlendis á Google og þar komu upp nokkrir skólar. Ég hafði líka aðeins verið að spyrjast fyrir hjá Íslendingum sem höfðu verið í sambærilegu listnámi og mér leist einhvern veginn best á skólann í Berlín. Þar var líka kvikmyndanám í boði sem heillaði mig. Ég og Járngerður systir mín ákváðum því að fara út í helgarferð þar sem við skoðuðum skólann og eyddum tíma í Berlín og ég varð bara eiginlega ástfangin af borginni þá og þegar.“ Vigdís Erla leitaði að listaháskólum á Google og endaði í Berlín.Vísir/Vilhelm Fór út með eina ferðatösku Vigdís hefur í gegnum tíðina ekkert verið að mikla hlutina fyrir sér. „Ég er mjög hvatvís og ég stekk á hlutina, það getur verið svolítið fyndið. Ég hafði ekkert endilega áttað mig á því að ég væri að fara að vera úti í námi í þrjú og hálft ár. Ég tók bara með mér eina tösku, tvenna leðurjakka, tvo pelsa og ekkert fleira,“ segir Vigdís og hlær. Það hafi verið eftirminnilegt að heyra frá samnemendum sínum fyrsta skóladaginn sem höfðu pakkað aðeins öðruvísi. „Fólk var að koma hvaðan af úr heiminum og margir voru búnir að flytja heila búslóð með en fyrir mér var bara eins og ég væri að skella mér á eitthvað stutt námskeið. Það hjálpaði mér samt mjög mikið því ég var ekkert að ofhugsa þetta. Eitt leiddi af öðru og ég var svolítið í flæðinu,“ segir Vigdís en hún fór upphaflega á ljósmyndunarbraut en ákvað svo að skipta yfir í kvikmyndanámið. Hún segir að það hafi alltaf staðið til að fara erlendis í listaháskóla. „Ég hafði farið á alls kyns námskeið hér heima en mig langaði alltaf að fara eitthvað út. Ég held líka að námið hafi verið góð ástæða til þess að taka stökkið, það var svo viðurkennd leið til þess að fá að prófa að búa erlendis. Ég held líka að það hafi hjálpað mér að upplifa einhvern tilgang, að kýla á hlutina og ögra mér svona.“ Vigdís Erla segir að námið hafi verið góð leið til þess að kýla á flutninga erlendis.Vísir/Vilhelm Hefði ekki verið gott að halda henni heima Sem áður segir flytur Vigdís fyrst út í heim sextán ára gömul. „Mér fannst erfitt að velja menntaskóla og fann ekki fyrir mikilli tilhlökkun. Ég hef aldrei verið neitt brjálæðislega mikið fyrir skóla þannig að það er smá fyndið að ég hafi farið erlendis í nám tvisvar. En ég ákvað að byrja menntaskólann á að fara í skiptinám til Portúgal og ástæðan var í raun að fylgja þessari ævintýraþrá hjá mér og sömuleiðis var það hvatning til að fara í nám því ég var spennt fyrir því að prófa að búa úti. Ég hef alltaf þurft að vera spennt fyrir hlutunum til að gera þá,“ segir Vigdís kímin. „Ég er mjög þakklát fyrir foreldra mína og fjölskyldu fyrir að hafa stutt svona við mig. Maður sér það enn skýrar þegar maður verður eldri. Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Skipti yfir í skóla þar sem hún þekkti engan Vigdís segist alltaf hafa verið samkvæm sjálfri sér og átt auðvelt með að fylgja sínu. „Þegar ég kem heim frá Portúgal byrja ég í MH en ég naut mín ekki þar, fannst námið ekki skemmtilegt og ákvað að fara í Borgarholtsskóla þar sem ég þekkti engan til að fara í listnám. Flestir vinir mínir voru í MH en þrátt fyrir það fann ég mig mikið betur í náminu í Borgó. Ég hef líka alltaf hugsað fram í tímann. Langaði mig að vera á félagsfræðibraut í MH sem ég vissi að ég myndi ekkert nýta mér eða langaði mig að fylgja mínu áhugasviði? Ég hef líka alltaf viljað ná að klára hlutina á réttum tíma og að það sé ekkert sem stoppar mig. Mig langar ekki að eyða lengri tíma í námið og ég hef alltaf hugsað svo um næsta skref. Ég vissi að með stúdentsprófi úr Borgó ætti ég auðveldara með að komast inn í listaháskóla einhvers staðar úti í heimi. Ég hef alltaf hugsað er þetta eitthvað sem mig langar að nota og gera? Það þarf allt að hafa tilgang hjá mér. Ég hef líka alltaf vitað hvað ég vil og vil ekki. Það kemur líka bara frá uppeldinu og mínum bakgrunni. Fjölskyldan mín var dugleg að upphefja mig á þeim sviðum sem ég var góð í. Listgreinar hafa alltaf átt vel við mig og þar hef ég blómstrað, alveg frá því í æsku. Afhverju ekki að nota það, komast áfram með það og gera það að mínu lífi?“ Vigdís Erla þarf að finna tilgang í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Í uppeldinu var henni hampað fyrir listræna hæfileika sína og hefur það haft jákvæð og mótandi áhrif.Vísir/Vilhelm Aldrei verið í boði að gefast upp Eftir stúdentspróf frá Borgarholtsskóla flytur Vigdís út. Hún sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að búa í yfir áratug úti þegar hún flaug til Berlínar með eina ferðatösku. „Berlín er borg sem mótar mann náttúrulega mjög mikið. Mér finnst ég búin að lifa nokkur ólík líf í Berlín. Ég útskrifast árið 2017 og þá byrjar annað líf þar sem ég reyni fyrir mér á atvinnumarkaðnum og er að finna mig í atvinnulífinu. Mér fannst það svolítið spennandi. Ég fór strax að starfa sjálfstætt úti og þar kynnist ég alls kyns heimum og fólki. Nú sé ég að það var aldrei í stöðunni að koma heim eftir skólann. Ég átti svo ótrúlega margt eftir og margt að læra af borginni.“ Þrátt fyrir að finna fyrir heimþrá hefur það aldrei tekið yfir hjá henni. „Það hefur aldrei verið í boði að gefast upp. Mér hefur alltaf fundist gaman að því að finna út úr flækjunum og hindrununum. Berlín er náttúrulega orðið annað heima og maður reynir að leita lausna í stað þess að flýja heim. En fólkið mitt heima á Íslandi togar auðvitað oft í mann.“ Hún segir ýmsar krefjandi hliðar fylgja því að flytjast erlendis. „Þegar þú kemur út fyrst var náttúrulega tungumálið og það að þekkja engan sem var mest krefjandi. Ég gleymi því ekki þegar ég fann svo sterkt fyrir þessu fyrst. Þú ert á klúbbi eða einhverjum stað og þú veist bara að þú munt ekki hitta neinn sem þekkir þig. Sem er frekar brjáluð tilfinning en hún er líka mjög þroskandi. Þú þarf að móta sig svolítið sjálf og læra af sjálfri þér í staðinn fyrir að fylgja alltaf því sem þér var kannski kennt í æsku. Svo er auðvitað líka krefjandi og skemmtilegt að læra að lifa sem fullorðinn úti. Þú þarft að læra að standa með sjálfri þér.“ Vigdís Erla hefur lært að standa með sjálfri sér og standa fast á sínu.Vísir/Vilhelm Heimakær ævintýrakona Vigdís lifir í ákveðinni þversögn þar sem hún hefur alla tíð líka verið mjög heimakær og rekst það stundum á ævintýraþrána. „Það er mjög erfitt að vera svona mikið frá fjölskyldu. Mér finnst í dag ennþá erfitt og þessi tilfinning að hugsa hvenær fer ég heim fylgir manni stöðugt. Að hafa það alltaf innra með sér, að vilja koma heim en geta ekki bara pakkað í þessa einu tösku sem ég fór með út og komið til baka sí svona,“ segir Vigdís hlæjandi. „Þetta er bara orðið svo miklu stærra.“ Hún segir að Ísland sé alltaf órjúfanlegur hluti af því hver hún er. „Núna á ég kærasta sem kemur frá Wales og Jamaica og hann sækist meira í heitari lönd. Mér finnst erfitt að sjá fyrir mér að flytja á heitari slóðir og lengra frá Íslandi. Ég held að Ísland muni alltaf vera mjög fastmótað í mér. Það er blessun og bölvun held ég, að geta bara ekki klippt á naflastrenginn, það getur verið svolítið erfitt.“ Ísland er órjúfanlegur hluti af Vigdísi Erlu.Vísir/Vilhelm Langir en gefandi dagar Eftir útskrift fór Vigdís strax að vinna sem sjálfstætt starfandi klippari sem hún segir að hafi verið bæði ævintýraríkt og skemmtilegt. „Núna rúmum sjö árum seinna var ég að byrja í fastri vinnu hjá fyrirtækinu Colors Studio. Þar er ég yfirklippari og það er rosaleg tilbreyting. Ég kem úr auglýsingabransanum og yfir í þetta fyrirtæki sem er stökkpallur fyrir tónlistarfólk. Þarna er iðandi líf og menning og er að vinna með tónlist allan daginn, ekki beint að selja neitt heldur að gefa þessu listafólki rými. Það er mjög gefandi en dagarnir eru langir.“ Vigdís býr úti með kærastanum og hundinum þeirra og dagarnir byrja oftast á því að fara saman út að ganga með hundinn. Ástríða hennar fyrir ljósmyndun er sömuleiðis mikilvægur partur af rútínunni. „Ég er alltaf að taka myndir utan vinnu. Ég er að vinna með seríu sem heitir Vinkonur þar sem ég fer heim til vinkvenna minna og tek myndir af þeim. Ég held að ég muni halda áfram með það um ókomna tíð. Svo er ég auðvitað líka að mála,“ segir Vigdís hlæjandi og bætir við að það sé sjaldan dauð stund. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Óhrædd við að blanda listmiðlum Ljósmyndun, klippivinna og myndlist skipa hvert fyrir sig nauðsynlegan sess í lífi Vigdísar. „Mér finnst þetta allt rosalega mikilvægt fyrir mig. Nú er ég ekki búin að mála í dálítin tíma og ég finn alveg fyrir því. Ég og Grant kærastinn minn fluttum nýlega inn saman og það er ekki kannski sama plássið í íbúðinni til þess að mála og ég finn að það vantar svolítið í lífið mitt að mála. Þetta er svo áþreifanlegt listform, að geta nýtt litina og málninguna sem tjáningu á striga. Það að koma alls konar hugmyndum af stað hjálpar manni í vinnunni og í lífinu finnst mér. Sama með ljósmyndir, það er svo félagslegt. Það er svo gefandi og nærandi að fara eitthvert, eiga góða stund með fólki og fá að sjá hlutina í gegnum linsuna. Ná þessum samskiptum á filmu og mynda traust og tengsl við fólk. Ég hef alltaf verið þannig að ef ég er á einum stað of lengi eða einblíni of lengi á eitthvað eitt og afmarkað þá fæ ég leið á því. Ég þrífst á þessari fjölbreyttu listsköpun. Þetta er allt mjög mikilvægt til að halda mér gangandi og hafa innblástur fyrir lífinu og sjá lífið í alls kyns ljósi.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Erfið sambandsslit og heilandi myndlist Vigdís málaði mikið í æsku en enduruppgötvaði þetta listform fyrir nokkrum árum síðan. Sagan af því er ansi mögnuð. „Ég fór í gegnum erfið sambandsslit og stuttu síðar fann ég málningartrönur úti á götu. Þetta var grár dagur og ég var að labba upp götuna mína þegar ég allt í einu sé þessar trönur á miðri gangstétt. Þetta er eins og úr bíómynd, það kemur örlítill sólargeisli frá himnum sem skín beint á þetta. Ég lít í kringum mig og það var einhver stelpa sem sat við glugga þarna og ég spyr hana er þetta þitt? Hún svarar bara nei, taktu þetta þannig að ég tek þetta heim, fer svo beint út í búð, kaupi striga og málningu, set þetta upp heima og byrja að mála.“ Hún segir áhugavert að fylgjast með þessu ástarsorgarferli í gegnum málverkin. „Á fyrstu málverkunum er ég að skrifa rosa mikið. Það var svo margt sem ég var að reyna að koma frá mér náttúrulega og átta mig á. Svo þróast þetta og núna er þetta bara sá miðill sem mér finnst hvað bestur til þess að koma hlutum frá mér. Þannig að ég er mjög þakklát fyrir þennan dag og þetta eru smá ótrúleg örlög. Ég er líka svo þakklát að ég hafi enduruppgötvað þennan listmiðil því sem krakki málaði ég mikið og ég hef alltaf verið heilluð að myndlist en aldrei beint litið á þetta sem miðil sem ég gæti farið inn í af fullum krafti. Ég held að manni hafi kannski verið kennt að maður þurfi að velja eitthvað eitt, að einblína á eitthvað eitt afmarkað til þess að verða góður í því.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Í byrjun valdi Vigdís ljósmyndun, svo valdi hún klippið. „Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum síðan sem ég ákveð svolítið að ég geti sinnt öllu þessu og það sé bara allt í góðu. Ég er ekkert verri klippari þó ég sé að mála líka. Það opnaði á rosalega margt hjá mér. Að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég gæti unnið við ólíka listmiðla án þess að gera lítið úr klippinu.“ Getur næstum því mælt með ástarsorg Vigdís hefur sömuleiðis haldið þó nokkrar sölusýningar í listagalleríum í Berlín. „Það er ótrúlega gefandi. Ég hef líka haldið bæði ljósmynda- og myndlistarsýningar saman með verkunum mínum.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Hún minnist þess að hafa upplifað sig mjög berskjaldaða á fyrstu sýningaropnuninni. „Ég hélt hana nokkrum árum eftir að ég byrjaði að mála þannig að maður þurfti að horfa á gamlar tilfinningar og skoða þær upp á nýtt. Það var ótrúlega heilandi að horfa á þær og sjá hvert maður var kominn nokkrum árum síðar. Ég málaði líka aftur og aftur yfir nokkrar myndir, sem hafa farið í gegnum margar tilfinningar. Það er alltaf berskjaldandi að opna svona sýningu sama hvað, sérstaklega þegar þetta er þú og þínar tilfinningar og ástarsorg og allt það. En á sama tíma er það svo skemmtilegt, að fagna tilverunni og muna að það skiptir eiginlega ekki máli hvað gerist, þú heldur kannski að þú komist aldrei yfir eitthvað eða í gegnum eitthvað en þú verður eiginlega alltaf sterkari manneskja eftir á. Þess vegna næstum því mæli ég smá með ástarsorg,“ segir Vigdís og skellir upp úr. Var ung, alein og alveg týnd í borginni Vigdís býr í Neukölln og kann vel við sig þar. Hún er auðvitað farin að þekkja borgina vel en það var ekki raunin fyrst. „Fyrir rúmum tíu árum var maður ekki með þetta öfluga 4G og ég var ekki einu sinni með Google maps í símanum mínum. Þegar ég var nýflutt út var ég að taka lestina og í fullri alvöru týnist. Ég var með eitthvað gamalt kort sem ég og systir mín höfðum tengið á gistiheimili en ég gat ómögulega áttað mig á því hvar ég var. Ég var mætt á einhverja lestarstöð og var auðvitað búin að steingleyma því hvað lestarstöðin nálægt heimilinu mínu hét. Ég var ung og alein í stórri borg og vissi bara ekkert hvar ég var. Ég komst þó heim á endanum, fann leiðina heim. En ég gleymi því ekki hvað þetta var sérstök tilfinning, ég var ekki með íslenskt númer og gat ekkert hringt í neinn. Þetta var algjört stórborgar móment.“ Vigdís Erla hefur lent í ýmsum ævintýrum úti og aldrei látið hindranir stoppa sig.Vísir/Vilhelm Hún segir að lokum erfitt að segja eitthvað eitt sem hefur komið mest á óvart við lífið úti. „Kannski aðallega bara hvað maður getur staðið vel með sjálfri sér. Eins og ég sagði áðan hef ég alltaf verið svo heimakær og þegar ég var lítil varð ég alltaf til dæmis að segja segja bless við bíla sem við áttum ef þeir voru að fara á sölu og hafa rosa fyrir því að kveðja hluti. Ég var svo tengd öllu. En svo gat ég bara verið ein og treyst á þá tilfinningu að ég væri á réttum stað, að ég gæti spjarað mig sjálf úti. Að láta ekki erfiðar tilfinningar eða heimþrá taka yfir eða stjórna mér, lifa svolítið í mómentinu og vera stöðugt að þróast.“ Íslendingar erlendis Þýskaland Myndlist Menning Ljósmyndun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Flutti til Berlínar eftir stutta leit á Google Vigdís Erla sótti um nám í Berlín árið 2013 og segir að það hafi í raun verið tilviljunarkennt að hún hafi endað þar. „Ég var einfaldlega bara að leita uppi ljósmyndunarnám erlendis á Google og þar komu upp nokkrir skólar. Ég hafði líka aðeins verið að spyrjast fyrir hjá Íslendingum sem höfðu verið í sambærilegu listnámi og mér leist einhvern veginn best á skólann í Berlín. Þar var líka kvikmyndanám í boði sem heillaði mig. Ég og Járngerður systir mín ákváðum því að fara út í helgarferð þar sem við skoðuðum skólann og eyddum tíma í Berlín og ég varð bara eiginlega ástfangin af borginni þá og þegar.“ Vigdís Erla leitaði að listaháskólum á Google og endaði í Berlín.Vísir/Vilhelm Fór út með eina ferðatösku Vigdís hefur í gegnum tíðina ekkert verið að mikla hlutina fyrir sér. „Ég er mjög hvatvís og ég stekk á hlutina, það getur verið svolítið fyndið. Ég hafði ekkert endilega áttað mig á því að ég væri að fara að vera úti í námi í þrjú og hálft ár. Ég tók bara með mér eina tösku, tvenna leðurjakka, tvo pelsa og ekkert fleira,“ segir Vigdís og hlær. Það hafi verið eftirminnilegt að heyra frá samnemendum sínum fyrsta skóladaginn sem höfðu pakkað aðeins öðruvísi. „Fólk var að koma hvaðan af úr heiminum og margir voru búnir að flytja heila búslóð með en fyrir mér var bara eins og ég væri að skella mér á eitthvað stutt námskeið. Það hjálpaði mér samt mjög mikið því ég var ekkert að ofhugsa þetta. Eitt leiddi af öðru og ég var svolítið í flæðinu,“ segir Vigdís en hún fór upphaflega á ljósmyndunarbraut en ákvað svo að skipta yfir í kvikmyndanámið. Hún segir að það hafi alltaf staðið til að fara erlendis í listaháskóla. „Ég hafði farið á alls kyns námskeið hér heima en mig langaði alltaf að fara eitthvað út. Ég held líka að námið hafi verið góð ástæða til þess að taka stökkið, það var svo viðurkennd leið til þess að fá að prófa að búa erlendis. Ég held líka að það hafi hjálpað mér að upplifa einhvern tilgang, að kýla á hlutina og ögra mér svona.“ Vigdís Erla segir að námið hafi verið góð leið til þess að kýla á flutninga erlendis.Vísir/Vilhelm Hefði ekki verið gott að halda henni heima Sem áður segir flytur Vigdís fyrst út í heim sextán ára gömul. „Mér fannst erfitt að velja menntaskóla og fann ekki fyrir mikilli tilhlökkun. Ég hef aldrei verið neitt brjálæðislega mikið fyrir skóla þannig að það er smá fyndið að ég hafi farið erlendis í nám tvisvar. En ég ákvað að byrja menntaskólann á að fara í skiptinám til Portúgal og ástæðan var í raun að fylgja þessari ævintýraþrá hjá mér og sömuleiðis var það hvatning til að fara í nám því ég var spennt fyrir því að prófa að búa úti. Ég hef alltaf þurft að vera spennt fyrir hlutunum til að gera þá,“ segir Vigdís kímin. „Ég er mjög þakklát fyrir foreldra mína og fjölskyldu fyrir að hafa stutt svona við mig. Maður sér það enn skýrar þegar maður verður eldri. Það hefur ekki verið auðvelt að hleypa sextán ára stelpu til Portúgal. En á sama tíma held ég að það hafi ekkert gert neitt gott að halda mér heima.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Skipti yfir í skóla þar sem hún þekkti engan Vigdís segist alltaf hafa verið samkvæm sjálfri sér og átt auðvelt með að fylgja sínu. „Þegar ég kem heim frá Portúgal byrja ég í MH en ég naut mín ekki þar, fannst námið ekki skemmtilegt og ákvað að fara í Borgarholtsskóla þar sem ég þekkti engan til að fara í listnám. Flestir vinir mínir voru í MH en þrátt fyrir það fann ég mig mikið betur í náminu í Borgó. Ég hef líka alltaf hugsað fram í tímann. Langaði mig að vera á félagsfræðibraut í MH sem ég vissi að ég myndi ekkert nýta mér eða langaði mig að fylgja mínu áhugasviði? Ég hef líka alltaf viljað ná að klára hlutina á réttum tíma og að það sé ekkert sem stoppar mig. Mig langar ekki að eyða lengri tíma í námið og ég hef alltaf hugsað svo um næsta skref. Ég vissi að með stúdentsprófi úr Borgó ætti ég auðveldara með að komast inn í listaháskóla einhvers staðar úti í heimi. Ég hef alltaf hugsað er þetta eitthvað sem mig langar að nota og gera? Það þarf allt að hafa tilgang hjá mér. Ég hef líka alltaf vitað hvað ég vil og vil ekki. Það kemur líka bara frá uppeldinu og mínum bakgrunni. Fjölskyldan mín var dugleg að upphefja mig á þeim sviðum sem ég var góð í. Listgreinar hafa alltaf átt vel við mig og þar hef ég blómstrað, alveg frá því í æsku. Afhverju ekki að nota það, komast áfram með það og gera það að mínu lífi?“ Vigdís Erla þarf að finna tilgang í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Í uppeldinu var henni hampað fyrir listræna hæfileika sína og hefur það haft jákvæð og mótandi áhrif.Vísir/Vilhelm Aldrei verið í boði að gefast upp Eftir stúdentspróf frá Borgarholtsskóla flytur Vigdís út. Hún sá ekki fyrir sér að hún ætti eftir að búa í yfir áratug úti þegar hún flaug til Berlínar með eina ferðatösku. „Berlín er borg sem mótar mann náttúrulega mjög mikið. Mér finnst ég búin að lifa nokkur ólík líf í Berlín. Ég útskrifast árið 2017 og þá byrjar annað líf þar sem ég reyni fyrir mér á atvinnumarkaðnum og er að finna mig í atvinnulífinu. Mér fannst það svolítið spennandi. Ég fór strax að starfa sjálfstætt úti og þar kynnist ég alls kyns heimum og fólki. Nú sé ég að það var aldrei í stöðunni að koma heim eftir skólann. Ég átti svo ótrúlega margt eftir og margt að læra af borginni.“ Þrátt fyrir að finna fyrir heimþrá hefur það aldrei tekið yfir hjá henni. „Það hefur aldrei verið í boði að gefast upp. Mér hefur alltaf fundist gaman að því að finna út úr flækjunum og hindrununum. Berlín er náttúrulega orðið annað heima og maður reynir að leita lausna í stað þess að flýja heim. En fólkið mitt heima á Íslandi togar auðvitað oft í mann.“ Hún segir ýmsar krefjandi hliðar fylgja því að flytjast erlendis. „Þegar þú kemur út fyrst var náttúrulega tungumálið og það að þekkja engan sem var mest krefjandi. Ég gleymi því ekki þegar ég fann svo sterkt fyrir þessu fyrst. Þú ert á klúbbi eða einhverjum stað og þú veist bara að þú munt ekki hitta neinn sem þekkir þig. Sem er frekar brjáluð tilfinning en hún er líka mjög þroskandi. Þú þarf að móta sig svolítið sjálf og læra af sjálfri þér í staðinn fyrir að fylgja alltaf því sem þér var kannski kennt í æsku. Svo er auðvitað líka krefjandi og skemmtilegt að læra að lifa sem fullorðinn úti. Þú þarft að læra að standa með sjálfri þér.“ Vigdís Erla hefur lært að standa með sjálfri sér og standa fast á sínu.Vísir/Vilhelm Heimakær ævintýrakona Vigdís lifir í ákveðinni þversögn þar sem hún hefur alla tíð líka verið mjög heimakær og rekst það stundum á ævintýraþrána. „Það er mjög erfitt að vera svona mikið frá fjölskyldu. Mér finnst í dag ennþá erfitt og þessi tilfinning að hugsa hvenær fer ég heim fylgir manni stöðugt. Að hafa það alltaf innra með sér, að vilja koma heim en geta ekki bara pakkað í þessa einu tösku sem ég fór með út og komið til baka sí svona,“ segir Vigdís hlæjandi. „Þetta er bara orðið svo miklu stærra.“ Hún segir að Ísland sé alltaf órjúfanlegur hluti af því hver hún er. „Núna á ég kærasta sem kemur frá Wales og Jamaica og hann sækist meira í heitari lönd. Mér finnst erfitt að sjá fyrir mér að flytja á heitari slóðir og lengra frá Íslandi. Ég held að Ísland muni alltaf vera mjög fastmótað í mér. Það er blessun og bölvun held ég, að geta bara ekki klippt á naflastrenginn, það getur verið svolítið erfitt.“ Ísland er órjúfanlegur hluti af Vigdísi Erlu.Vísir/Vilhelm Langir en gefandi dagar Eftir útskrift fór Vigdís strax að vinna sem sjálfstætt starfandi klippari sem hún segir að hafi verið bæði ævintýraríkt og skemmtilegt. „Núna rúmum sjö árum seinna var ég að byrja í fastri vinnu hjá fyrirtækinu Colors Studio. Þar er ég yfirklippari og það er rosaleg tilbreyting. Ég kem úr auglýsingabransanum og yfir í þetta fyrirtæki sem er stökkpallur fyrir tónlistarfólk. Þarna er iðandi líf og menning og er að vinna með tónlist allan daginn, ekki beint að selja neitt heldur að gefa þessu listafólki rými. Það er mjög gefandi en dagarnir eru langir.“ Vigdís býr úti með kærastanum og hundinum þeirra og dagarnir byrja oftast á því að fara saman út að ganga með hundinn. Ástríða hennar fyrir ljósmyndun er sömuleiðis mikilvægur partur af rútínunni. „Ég er alltaf að taka myndir utan vinnu. Ég er að vinna með seríu sem heitir Vinkonur þar sem ég fer heim til vinkvenna minna og tek myndir af þeim. Ég held að ég muni halda áfram með það um ókomna tíð. Svo er ég auðvitað líka að mála,“ segir Vigdís hlæjandi og bætir við að það sé sjaldan dauð stund. View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Óhrædd við að blanda listmiðlum Ljósmyndun, klippivinna og myndlist skipa hvert fyrir sig nauðsynlegan sess í lífi Vigdísar. „Mér finnst þetta allt rosalega mikilvægt fyrir mig. Nú er ég ekki búin að mála í dálítin tíma og ég finn alveg fyrir því. Ég og Grant kærastinn minn fluttum nýlega inn saman og það er ekki kannski sama plássið í íbúðinni til þess að mála og ég finn að það vantar svolítið í lífið mitt að mála. Þetta er svo áþreifanlegt listform, að geta nýtt litina og málninguna sem tjáningu á striga. Það að koma alls konar hugmyndum af stað hjálpar manni í vinnunni og í lífinu finnst mér. Sama með ljósmyndir, það er svo félagslegt. Það er svo gefandi og nærandi að fara eitthvert, eiga góða stund með fólki og fá að sjá hlutina í gegnum linsuna. Ná þessum samskiptum á filmu og mynda traust og tengsl við fólk. Ég hef alltaf verið þannig að ef ég er á einum stað of lengi eða einblíni of lengi á eitthvað eitt og afmarkað þá fæ ég leið á því. Ég þrífst á þessari fjölbreyttu listsköpun. Þetta er allt mjög mikilvægt til að halda mér gangandi og hafa innblástur fyrir lífinu og sjá lífið í alls kyns ljósi.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Erfið sambandsslit og heilandi myndlist Vigdís málaði mikið í æsku en enduruppgötvaði þetta listform fyrir nokkrum árum síðan. Sagan af því er ansi mögnuð. „Ég fór í gegnum erfið sambandsslit og stuttu síðar fann ég málningartrönur úti á götu. Þetta var grár dagur og ég var að labba upp götuna mína þegar ég allt í einu sé þessar trönur á miðri gangstétt. Þetta er eins og úr bíómynd, það kemur örlítill sólargeisli frá himnum sem skín beint á þetta. Ég lít í kringum mig og það var einhver stelpa sem sat við glugga þarna og ég spyr hana er þetta þitt? Hún svarar bara nei, taktu þetta þannig að ég tek þetta heim, fer svo beint út í búð, kaupi striga og málningu, set þetta upp heima og byrja að mála.“ Hún segir áhugavert að fylgjast með þessu ástarsorgarferli í gegnum málverkin. „Á fyrstu málverkunum er ég að skrifa rosa mikið. Það var svo margt sem ég var að reyna að koma frá mér náttúrulega og átta mig á. Svo þróast þetta og núna er þetta bara sá miðill sem mér finnst hvað bestur til þess að koma hlutum frá mér. Þannig að ég er mjög þakklát fyrir þennan dag og þetta eru smá ótrúleg örlög. Ég er líka svo þakklát að ég hafi enduruppgötvað þennan listmiðil því sem krakki málaði ég mikið og ég hef alltaf verið heilluð að myndlist en aldrei beint litið á þetta sem miðil sem ég gæti farið inn í af fullum krafti. Ég held að manni hafi kannski verið kennt að maður þurfi að velja eitthvað eitt, að einblína á eitthvað eitt afmarkað til þess að verða góður í því.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Í byrjun valdi Vigdís ljósmyndun, svo valdi hún klippið. „Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum síðan sem ég ákveð svolítið að ég geti sinnt öllu þessu og það sé bara allt í góðu. Ég er ekkert verri klippari þó ég sé að mála líka. Það opnaði á rosalega margt hjá mér. Að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég gæti unnið við ólíka listmiðla án þess að gera lítið úr klippinu.“ Getur næstum því mælt með ástarsorg Vigdís hefur sömuleiðis haldið þó nokkrar sölusýningar í listagalleríum í Berlín. „Það er ótrúlega gefandi. Ég hef líka haldið bæði ljósmynda- og myndlistarsýningar saman með verkunum mínum.“ View this post on Instagram A post shared by vigdís erla guttormsdóttir (@vigerla) Hún minnist þess að hafa upplifað sig mjög berskjaldaða á fyrstu sýningaropnuninni. „Ég hélt hana nokkrum árum eftir að ég byrjaði að mála þannig að maður þurfti að horfa á gamlar tilfinningar og skoða þær upp á nýtt. Það var ótrúlega heilandi að horfa á þær og sjá hvert maður var kominn nokkrum árum síðar. Ég málaði líka aftur og aftur yfir nokkrar myndir, sem hafa farið í gegnum margar tilfinningar. Það er alltaf berskjaldandi að opna svona sýningu sama hvað, sérstaklega þegar þetta er þú og þínar tilfinningar og ástarsorg og allt það. En á sama tíma er það svo skemmtilegt, að fagna tilverunni og muna að það skiptir eiginlega ekki máli hvað gerist, þú heldur kannski að þú komist aldrei yfir eitthvað eða í gegnum eitthvað en þú verður eiginlega alltaf sterkari manneskja eftir á. Þess vegna næstum því mæli ég smá með ástarsorg,“ segir Vigdís og skellir upp úr. Var ung, alein og alveg týnd í borginni Vigdís býr í Neukölln og kann vel við sig þar. Hún er auðvitað farin að þekkja borgina vel en það var ekki raunin fyrst. „Fyrir rúmum tíu árum var maður ekki með þetta öfluga 4G og ég var ekki einu sinni með Google maps í símanum mínum. Þegar ég var nýflutt út var ég að taka lestina og í fullri alvöru týnist. Ég var með eitthvað gamalt kort sem ég og systir mín höfðum tengið á gistiheimili en ég gat ómögulega áttað mig á því hvar ég var. Ég var mætt á einhverja lestarstöð og var auðvitað búin að steingleyma því hvað lestarstöðin nálægt heimilinu mínu hét. Ég var ung og alein í stórri borg og vissi bara ekkert hvar ég var. Ég komst þó heim á endanum, fann leiðina heim. En ég gleymi því ekki hvað þetta var sérstök tilfinning, ég var ekki með íslenskt númer og gat ekkert hringt í neinn. Þetta var algjört stórborgar móment.“ Vigdís Erla hefur lent í ýmsum ævintýrum úti og aldrei látið hindranir stoppa sig.Vísir/Vilhelm Hún segir að lokum erfitt að segja eitthvað eitt sem hefur komið mest á óvart við lífið úti. „Kannski aðallega bara hvað maður getur staðið vel með sjálfri sér. Eins og ég sagði áðan hef ég alltaf verið svo heimakær og þegar ég var lítil varð ég alltaf til dæmis að segja segja bless við bíla sem við áttum ef þeir voru að fara á sölu og hafa rosa fyrir því að kveðja hluti. Ég var svo tengd öllu. En svo gat ég bara verið ein og treyst á þá tilfinningu að ég væri á réttum stað, að ég gæti spjarað mig sjálf úti. Að láta ekki erfiðar tilfinningar eða heimþrá taka yfir eða stjórna mér, lifa svolítið í mómentinu og vera stöðugt að þróast.“
Íslendingar erlendis Þýskaland Myndlist Menning Ljósmyndun Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira