Lífið

Aron selur húsið ári eftir kaupin

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aron festi kaup á húsinu í ágúst í fyrra.
Aron festi kaup á húsinu í ágúst í fyrra.

Aron Pálmarsson, handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, hefur sett hús sitt við Stekkjarberg í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 142,8 milljónir. Aron er á leið til Ungverjalands þar sem hann mun spila með ungverska stórliðinu Veszprém.

Aron festi kaup á húsinu í ágúst árið 2023, eftir að hafa snúið aftur til Íslands eftir fjórtán ár í atvinnumennsku erlendis. Fyrir húsið greiddi hann 134 milljónir.

Aron og unnusta hans, Rita Stevens, bjuggu sér og fjölskyldu sinni, afar fallegt heimili í Stekkjarberginu sem er á æskuslóðum Arons sem er uppalinn Hafnfirðingur. 

Hlýlegt og bjart

Um er að ræða 176 fermetra endaraðhús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2022. 

Eldhús, stofa og borðstofa er í samliggjandi opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Þaðan er útgengt á sólpall í suðvestur. Í eldhúsinu er súkkulaðibrún innrétting með ljósum stein á borðum og á eldhúseyju. Á gólfum er gegnheilt viðarparket.

Flæðið í húsinu er gott og skipulagið nútímlegt. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Heimilið er innnréttað á hlýlegan máta þar sem dökkir litatónar og vönduð húsgögn eru í aðalhlutverki.

Nánar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.