Cecilía stóð á milli stanganna hjá Inter sem komst yfir á 31. mínútu með marki Haley Bugeja. Parma náði forystunni með tveimur mörkum með tveggja mínútna millibili en Michela Cambiaghi jafnaði fyrir Inter á 79. mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Inter þrjú mörk á ellefu mínútum og tryggði sér sigurinn.
Ghoutia Karchouni, Lina Magull og Cambiaghi gerðu mörk þeirra bláu og svörtu í framlengingunni. Lokatölur 2-5, Inter í vil. Liðið mætir Sassuolo í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.
Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, komst einnig áfram í átta liða úrslit með 0-1 sigri á Arezzo á útivelli.