Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 07:30 Kvensjúkdómalæknir á Landspítala fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án samþykkis eða vitundar hennar. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Sjúkratryggingar Íslands hafa verið sýknaðar af miskabótakröfu konu, sem eggjastokkur var fjarlægður úr án samþykkis hennar. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar þar sem ekki var talið að lög um sjúklingatryggingar næðu yfir miskabótakröfu konunnar. Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Hún hafði samþykkt að hægri eggjastokkurinn yrði eftir atvikum fjarlægður, sem var og gert. Því varð konan ófrjó eftir aðgerðina. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Ósammála túlkun Landsréttar Sjúkratryggingar Íslands óskuðu eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar og byggðu á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá byggðu Sjúkratryggingar á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt byggðu Sjúkratryggingar á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Í niðurstöðu Hæstaréttar síðan í febrúar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Ágreiningur um gildissvið Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að konan og Sjúkratryggingar hafi deilt um það hvort lög um sjúklingatryggingu heimiluðu Sjúkratryggingum að greiða konunni miskabætur á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga, sem mælir fyrir um að heimilt sé að láta þann sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni eða ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Tilefnið hafi verið ágreiningur aðila um hvort læknir á Landspítala sem framkvæmdi kviðarholsspeglun á konunni, þar sem báðir eggjastokkar hennar voru fjarlægðir, hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við framkvæmd aðgerðarinnar. Sjúkratryggingar á því að skilja yrði orðalag tilvitnaðrar málsgreinar sjúklingatryggingalaga á þann veg að þar væri eingöngu vísað til fyrsta kafla skaðabótalaga, sem fjallar um skaðabætur. Konan hafi aftur á móti byggt á því að samkvæmt orðalagi ákvæðisins væri vísað til reglna skaðabótalaga í heild sinni. Skipti ekki máli hvort læknirinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Við úrlausn ágreiningsefnisins vísaði Hæstiréttur til markmiðs og forsögu laga um sjúklingatryggingu og að þeim hafi verið ætlað að bæta rétt sjúklinga og annarra sem nýti sér heilbrigðisþjónustu meðal annars með því að gera sök ekki að skilyrði greiðslu bóta. Hæstiréttur tók fram að samkvæmt orðum umþrætts ákvæðis laganna væri eingöngu vísað til þess að ákvörðun um fjárhæð tjóns færi eftir reglum skaðabótalaga en ekki að bótaréttur ákvarðaðist eftir reglum þeirra laga. Yrði því að skilja málsgreinina þannig að í henni fælust fyrirmæli um ákvörðun fjárhæðar bóta án tillits til sakar samkvæmt nánari fyrirmælum laganna. Þá væri sá bótagrundvöllur sem mælt er fyrir um í áðurnefndri grein skaðabótalaga sérstaks eðlis. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að bætur sem ákvarðaðar væru á grundvelli mats á ásetningi eða stórfelldu gáleysi samkvæmt ákvæði skaðabótalaga féllu ekki undir að vera ákvörðun bótafjárhæðar í skilningi laga um sjúklingatryggingu. Sjúkratryggingar voru því sýknaðar af öllum kröfum konunnar. Gjafsóknarkostnaður konunnar fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, ein milljón króna. Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Hún hafði samþykkt að hægri eggjastokkurinn yrði eftir atvikum fjarlægður, sem var og gert. Því varð konan ófrjó eftir aðgerðina. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Ósammála túlkun Landsréttar Sjúkratryggingar Íslands óskuðu eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar og byggðu á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá byggðu Sjúkratryggingar á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt byggðu Sjúkratryggingar á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Í niðurstöðu Hæstaréttar síðan í febrúar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Ágreiningur um gildissvið Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að konan og Sjúkratryggingar hafi deilt um það hvort lög um sjúklingatryggingu heimiluðu Sjúkratryggingum að greiða konunni miskabætur á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga, sem mælir fyrir um að heimilt sé að láta þann sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni eða ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Tilefnið hafi verið ágreiningur aðila um hvort læknir á Landspítala sem framkvæmdi kviðarholsspeglun á konunni, þar sem báðir eggjastokkar hennar voru fjarlægðir, hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við framkvæmd aðgerðarinnar. Sjúkratryggingar á því að skilja yrði orðalag tilvitnaðrar málsgreinar sjúklingatryggingalaga á þann veg að þar væri eingöngu vísað til fyrsta kafla skaðabótalaga, sem fjallar um skaðabætur. Konan hafi aftur á móti byggt á því að samkvæmt orðalagi ákvæðisins væri vísað til reglna skaðabótalaga í heild sinni. Skipti ekki máli hvort læknirinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Við úrlausn ágreiningsefnisins vísaði Hæstiréttur til markmiðs og forsögu laga um sjúklingatryggingu og að þeim hafi verið ætlað að bæta rétt sjúklinga og annarra sem nýti sér heilbrigðisþjónustu meðal annars með því að gera sök ekki að skilyrði greiðslu bóta. Hæstiréttur tók fram að samkvæmt orðum umþrætts ákvæðis laganna væri eingöngu vísað til þess að ákvörðun um fjárhæð tjóns færi eftir reglum skaðabótalaga en ekki að bótaréttur ákvarðaðist eftir reglum þeirra laga. Yrði því að skilja málsgreinina þannig að í henni fælust fyrirmæli um ákvörðun fjárhæðar bóta án tillits til sakar samkvæmt nánari fyrirmælum laganna. Þá væri sá bótagrundvöllur sem mælt er fyrir um í áðurnefndri grein skaðabótalaga sérstaks eðlis. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að bætur sem ákvarðaðar væru á grundvelli mats á ásetningi eða stórfelldu gáleysi samkvæmt ákvæði skaðabótalaga féllu ekki undir að vera ákvörðun bótafjárhæðar í skilningi laga um sjúklingatryggingu. Sjúkratryggingar voru því sýknaðar af öllum kröfum konunnar. Gjafsóknarkostnaður konunnar fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, ein milljón króna.
Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira