Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Ríkjandi heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, hollendingurinn Max Verstappen er í góðri stöðu fyrir síðustu þrjár keppnishelgar tímabilsins Vísir/Getty Glæstur sigur þrefalda heimsmeistarans Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing, í Brasilíu um síðastliðna helgi, sér til þess að hann getur gulltryggt sinn fjórða heimsmeistaratitil í næstu keppnishelgi mótaraðarinnar sem fram fer í Las Vegas. Verstappen vann sig upp úr sextánda sæti upp í það fyrsta í Brasilíu og hafði þar betur gegn helsta samkeppnisaðila sínum um heimsmeistaratitil ökuþóra, Lando Norris hjá McLaren. Sigur Verstappen sér til þess að hann getur komið í veg fyrir alla möguleika Norris á því að verða heimsmeistari og þar með tryggja sér sjálfur heimsmeistaratitilinn sem yrði hans fjórði á ferlinum og sá fjórði í röð. Hollendingurinn er nú með sextíu og tveggja stiga forystu á Norris í stigakeppni ökuþóra og að hámarki áttatíu og sex stig eru í pottinum fyrir hvern og einn ökuþór frá þessum tímapunkti til loka tímabils. Tuttugu og sex stig er hægt að fá að hámarki á hverri keppnishelgi af þeim þremur sem eru eftir að viðbættum að hámarki átta stigum úr sprettkeppni sem er hluti af keppnishelgi Formúlu 1 í Katar. Til þess að Verstappen geti tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Las Vegas mun hann þurfa að sjá til þess að bilið milli sín og Norris standi í sextíu stigum eða meira að keppni lokinni og að því markmiði eru nokkrar leiðir. Verstappen verður heimsmeistari ef hann endar kappaksturinn í Las Vegas á undan Norris. Fari svo að báðir ökuþórar myndu enda fyrir utan stigasæti yrði Verstappen einnig meistari. Þá gæti Verstappen orðið heimsmeistari þrátt fyrir að enda neðar en Norris í keppninni en mætti ekki tapa meira en tveimur stigum á Bretann. Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Verstappen vann sig upp úr sextánda sæti upp í það fyrsta í Brasilíu og hafði þar betur gegn helsta samkeppnisaðila sínum um heimsmeistaratitil ökuþóra, Lando Norris hjá McLaren. Sigur Verstappen sér til þess að hann getur komið í veg fyrir alla möguleika Norris á því að verða heimsmeistari og þar með tryggja sér sjálfur heimsmeistaratitilinn sem yrði hans fjórði á ferlinum og sá fjórði í röð. Hollendingurinn er nú með sextíu og tveggja stiga forystu á Norris í stigakeppni ökuþóra og að hámarki áttatíu og sex stig eru í pottinum fyrir hvern og einn ökuþór frá þessum tímapunkti til loka tímabils. Tuttugu og sex stig er hægt að fá að hámarki á hverri keppnishelgi af þeim þremur sem eru eftir að viðbættum að hámarki átta stigum úr sprettkeppni sem er hluti af keppnishelgi Formúlu 1 í Katar. Til þess að Verstappen geti tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Las Vegas mun hann þurfa að sjá til þess að bilið milli sín og Norris standi í sextíu stigum eða meira að keppni lokinni og að því markmiði eru nokkrar leiðir. Verstappen verður heimsmeistari ef hann endar kappaksturinn í Las Vegas á undan Norris. Fari svo að báðir ökuþórar myndu enda fyrir utan stigasæti yrði Verstappen einnig meistari. Þá gæti Verstappen orðið heimsmeistari þrátt fyrir að enda neðar en Norris í keppninni en mætti ekki tapa meira en tveimur stigum á Bretann. Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar
Stigasæti í Formúlu 1 sæti - 25 stig sæti - 18 stig sæti - 15 stig sæti - 12 stig sæti - 10 stig sæti - 8 stig sæti - 6 stig sæti - 4 stig sæti - 2 stig sæti - 1 stig *Þá er eitt stig veitt fyrir hraðasta hring í keppni ef umræddur ökuþór sem setur þann tíma endar í einu af efstu tíu sætum keppninnar
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira