Ísland í riðli með Frökkum og Maríu Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2024 12:40 Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu voru í næstefsta styrkleikaflokki eftir sigrana góðu gegn Þýskalandi og Austurríki í sumar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í erfiðum riðli í næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar en dregið var í riðla í dag. Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í undankeppni EM á þessu ári, þar sem Ísland endaði í 2. sæti síns riðils og komst beint inn á EM 2025 í Sviss, var Ísland í næstefsta styrkleikaflokki A-deildar þegar dregið var í dag. Ísland fékk Frakkland í sinn riðil úr efsta flokknum, og Noreg úr þriðja flokki. Í norska liðinu er hin hálfíslenska María Þórisdóttir, dóttir handboltaþjálfarans Þóris Hergeirssonar. Úr neðsta styrkleikaflokki fékk Ísland svo lið Sviss. Drátturinn í A-deild: Riðill 1: Þýskaland, Holland, Austurríki, Skotland Riðill 2: Frakkland, Ísland, Noregur, Sviss Riðill 3: Spánn, England, Belgía, Portúgal Riðill 4: Ítalía, Danmörk, Svíþjóð, Wales Efsta lið hvers riðils kemst í fjögurra liða úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Liðið í 2. sæti heldur sér í A-deild fyrir næstu leiktíð sem jafnframt verður undankeppni HM 2027. Liðið í 3. sæti fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild. Liðið í 4. sæti fellur niður í B-deild. Einn sigur gegn Frökkum Ísland og Frakkland hafa mæst tólf sinnum og hefur Ísland einu sinni haft betur, 1-0 á Laugardalsvelli sumarið 2007. Liðin mættust síðast á EM í Englandi fyrir rúmum tveimur árum þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland hefur spilað við Noreg fimmtán sinnum en þó er nokkuð langt um liðið síðan síðast, eða tæp sjö ár. Noregur vann þá 2-1 sigur í vináttulandsleik á Spáni. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum á Algarve-mótinu en síðasti mótsleikur þeirra var á EM 2013 þar sem þau gerðu 1-1 jafntefli. Ísland mætti Sviss síðast í vináttulandsleik í Zürich í apríl 2023 og vann þá 2-1 sigur með mörkum frá Glódísi Perlu Viggósdóttur og Sveindísi Jane Jónsdóttur. Liðin mættust síðast í mótsleik á EM í Hollandi 2017, þar sem Sviss vann 2-1 og gerði út um vonir Íslands um að komast áfram á mótinu. Leikirnir í Þjóðadeildinni fara fram 19.-26. febrúar, 2.-8. apríl, og 26. maí til 3. júní.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira