Lífið

Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heiðdís Rós hefur búið í Bandaríkjunum í rúman áratug.
Heiðdís Rós hefur búið í Bandaríkjunum í rúman áratug.

Heiðdís Rós Reynisdóttir, athafnakona og förðunarfræðingur, mætti og studdi Donald Trump, nýkjörsins forseta Bandaríkjanna, á kosningavöku hans í Flórída á þriðjudaginn.

Þetta kemur fram á Mbl.is. Heiðdís birti myndskeið frá viðburðinum í story á Instagram þar sem má sjá Trump taka í höndina á viðstöddum.

Í öðru myndbandi sem hún birti á miðlinum mátti sjá hana í rauðum kjól, sem er litur Re­públi­kana­flokks­ins, þar sem hún lýsti yfir stuðningi sínum við Trump.

Heiðdís er búsett í Miami þar sem hún rekur fyrirtækið, The Dutchess Life vip, sem sérhæfir sig í lúxusferðum fyrir efnaða einstaklinga. Hún hefur búið í Bandaríkjunum í rúman áratug.

Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann - Vísir


Tengdar fréttir

„Ég er bara mjög ánægð að hann drap mig ekki“

Förðunarfræðingurinn Heiðdís Rós Reynisdóttir hvetur konur sem eru í ofbeldisfullum samböndum að vera sterkar, það sé alltaf ljós eftir myrkrið. Hún hefur nú opnað sig um sambandsslitin sín og andlega og líkamlega ofbeldið sem hún varð fyrir í sambandinu. Einnig ræddi hún um unglingsárin, sjálfsvígshugsanir og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.