Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 08:31 Pétur Rúðrik Guðmundsson mætir þrettán ára lærlingi sínum, Kára Vagni Birkissyni, í kvöld þegar þriðja mót Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye. Stöð 2 Sport Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld. Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Sjá meira
Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Sjá meira