Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 23:27 Teodoro Obiang Nguema forseti Miðbaugs-Gíneu er frændi Engonga, mannsins sem kynlífsmyndböndum var dreift af. getty Kynlífsskandall skekur nú afríkuríkið Miðbaugs-Gíneu, eitt fátækasta ríki heims. Á bilinu 150 til 400 kynlífsmyndböndum hefur verið lekið um netið síðustu daga sem sýna háttsettan embættismann og frænda forseta landsins, Baltasar Ebang Engonga, í kynlífsathöfnum við hinar ýmsu konur. Sumar þeirra eru eiginkonur annarra stjórnmálamanna landsins. Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty Miðbaugs-Gínea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty
Miðbaugs-Gínea Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira