Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2024 23:17 Nkunku er falur fyrir rétta upphæð. EPA-EFE/ANDY RAIN Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
Enska knattspyrnufélagið Chelsea ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann Christopher Nkunku þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. The Telegraph greinir frá því að hinn 26 ára gamli Nkunku sé til sölu þrátt fyrir að félagið keypt hann frá RB Leipzig á síðasta ári. Borgaði félagið 52 milljónir punda, rúmlega níu milljarða króna, fyrir leikmanninn en nú vill það losna við hann fyrir sömu upphæð. Þessi fjölhæfi franski framherji var mikið meiddur á sínu fyrsta tímabili og virðist sem stendur ekki í náðinni hjá Enzo Maresca, þjálfara liðsins. Manchester United have enquired about Christopher Nkunku, who is unhappy about his playing time under Enzo Maresca at Chelsea 🇫🇷🔴via @lequipe 🗞️ pic.twitter.com/vJLtCL1y2Z— LiveScore (@livescore) November 11, 2024 Nkunku hefur nær eingöngu komið inn af bekknum í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann skorað eitt mark á þeim 154 mínútum sem hann hefur spilað. Hann hefur hins vegar skorað níu mörk, og gefið eina stoðsendingu, í öðrum keppnum. Alls hefur Nkunku því skorað 10 mörk í öllum keppnum sem gerir hann að markahæsta leikmanni liðsins í öllum keppnum. Hann kemst virðist þó ekki vera nálægt því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu en Chelsea er með ógrynni fjölda leikmanna á sínum snærum. Í 1-1 jafntefli liðsins gegn Arsenal voru fremstu fjórir þeir Pedro Neto, Cole Palmer, Noni Madueke og Nicolas Jackson. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka kom Nkunku inn af bekknum en þar áður höfðu Enzo Fernandez og Mykhailo Mudryk komið inn á. Þá mátti João Félix þola bekkjarsetu allan leikinn og Jadon Sancho var ekki í leikmannahópnum að þessu sinni. Sá síðastnefndi er á láni hjá Chelsea en liðið þarf að kaupa hann næsta sumar og miðað við fjölda leikmanna sem er að berjast um fremstu fjórar stöðurnar er líklegt að einn þurfi að fjúka. Sem stendur virðist það vera Nkunku, það er ef eitthvað félag er tilbúið að borga uppsett verð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira