Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2024 08:36 Aðeins einn af hverjum tíu þolendum kynferðisofbeldis segist myndu leita aftur til lögreglu að fenginni reynslu. Getty Um það bil 75 prósent þolenda kynferðisofbeldis á Englandi og í Wales segja meðferð lögreglu á máli þeirra hafa valdið þeim andlegum skaða. Aðeins einn af hverjum tíu þolendum segist myndu tilkynna mál sitt að fenginni reynslu. Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Þetta eru niðurstöður viðamikillar rannsóknar á upplifun um 5.000 þolenda en tveir af hverjum fimm svarendum sögðust sammála því að lögregla hefði staðið sig vel og einn af fimm sagði lögreglu hafa þrýst á sig að draga málið til baka. Ráðist var í yfirhalningu á meðferð kynferðisbrotamála í kjölfar rannsóknar árið 2021, eftir að ákærum í kynferðisbrotamálum fækkaði um 60 prósent frá 2016/2017 til 2019/2020. Fór fjöldi mála úr 5.190 í 2.102 á tímabilinu. Aðgerðirnar hófust af fullum þunga í fyrra og á sama ári fjölgaði ákærum vegna kynferðisbrota um 18 prósent og ákærum vegna nauðgana um 38 prósent. Að sögn Katrin Hohl, sem fór fyrir rannsókninni og er sjálfstæður ráðgjafi stjórnvalda í málaflokknum, gefa niðurstöðurnar til kynna að aðgerðir yfirvalda séu að skila árangri. Langt sé þó í land en nærri helmingur þolenda segist til að mynda á biðlista eftir aðstoð eða ekki hafa fengið neinn stuðning. Könnunin meðal þolenda leiddi einnig í ljós að þegar þeir voru beðnir um að forgangsraða sjö „jákvæðum niðurstöðum“ var sakfelling neðst á lista. Um 88 prósent sögðu afar mikilvægt að koma í veg fyrir að gerandinn bryti gegn öðrum en aðeins 56 prósent sögðu sakfellingu skipta sköpum. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
England Wales Kynferðisofbeldi Bretland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira