Lífið

Smekk­legt ein­býli í hjarta Hafnar­fjarðar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 2011.
Húsið var byggt árið 2011.

Við Gunnarssund í Hafnarfirði er að finna sjarmerandi 134 fermetra einbýlishús. Húsið var byggt árið 2011 og er á tveimur hæðum. Ásett verð 119,9 milljónir.

Eigendur hússins eru hjónin Elín Lovísa Elíasdóttir og Pétur Viðarsson. Elín Lovísa er þekkt fyrir hið epíska lag Það birtir alltaf til sem hún syngur með tónlistarmanninum Kristmundi Axel Kristmundssyni. Hún á ekki langt að sækja hæfileikana en hún  er litla systir tónlistarkonunnar Klöru Elías. 

Pétur er fyrrverandi knattspyrnumaður en hann lagði skóna á hilluna árið 2022, eftir að hafa orðið fimmti leikmaður í sögu FH til að spila 200 leiki í efstu deild. 

Í hjarta Hafnarfjarðar

Hús hjónanna er smekklega innréttað á mínímalískan máta, umvafið fallegri hönnun, listaverkum og ljósum litatónum. 

Í stofunni má meðal annars sjá hinn formfagra Mammoth-stól í koníaksbrúrnu leðri sem setur sterkan svip á rýmið, en það voru dönsku hönnuðurnir Rune Krøjgaard og Knut Bendik Humlevik sem hönnuðu hann árið 2011, ljós eftir danska hönnuðinn Louis Poulsen og CH24 stólana við borðstofuborðið eftir Hans. J. Wegner.

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með gólfsíðum gluggum. Í eldhúsinu er hvít sérsmíðuð innrétting með góðu vinnuplássi og eldhúseyju með með innbyggðum vínkæli. Úr stofurýminu er útgengt í lítinn suðurgarð með viðarpalli. 

Loftin í húsinu eru viðarklædd sem gefur eigninni hlýlega ásýnd. Í húsinu eru samtals tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Nánari upplýsingar á fasteignvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.