Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar 12. nóvember 2024 12:29 Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun