Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2024 21:00 Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Þórhallur Guðmundsson Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Samningur Sameinuðu þjóðanna frá 1968 um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi lýtur að ýmsum mikilvægum réttindum fólks sem varða tækifæri og möguleika fólks á að lifa mannsæmandi lífi. Samningurinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að setja nauðsynleg lög og reglur og koma á fót kerfum sem tryggi að fólk fái notið þeirra réttinda sem þar er kveðið á um, eftir því sem frekast er unnt. Ákvæði samningsins ná yfir breitt svið réttinda á borð við réttinn til að afla sér lífsviðurværis (6. gr.), réttinn til að njóta líkamlegrar og andlegar heilsu að hæsta marki sem unnt er (12. gr.) og réttinn til menntunar (13. gr.). Áhersla er lögð á að ríki skuli ábyrgjast jafnan rétt karla og kvenna til að njóta allra þeirra réttinda sem samningurinn verndar (3. gr.). Íslendingar hafa verið aðilar að þessum samningi síðan 1979. Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagslegt, fégasleg og menningarleg réttindi sendi Alþingi þann 27.09.24 skjal með 58 ábendingum um hvað betur mætti fara í mannréttindamálum á Íslandi. Í gær (11.11.24) var skjalið birt á heimasíðu Stjórnarráðsins. Skýrslan er frekar neikvæð þótt að það séu líka hrós í skýrslunni. Lýst var yfir ánægju með ákveðnar lagabreytingar sem munu stuðla að auknu jafnræði, t.d. hvað varðar rétt til fæðingarorlofs, er lögin taka gildi. Áhyggjuefni nefndarinnar voru því miður mun fleiri. Nefndin fannst Alþingi hafa dregið lappirnar með það að setja á stofn innlenda mannréttindastofu eins og kveðið er á um í Parísarviðmiðunum. Þá lagði nefndin það til að Alþingi myndi veita þeirri stofnun þegar hún tæki til starfa, fullnægjandi mannafla, tækni og fjármagn til að gera henni kleift að framfylgja umboði sínu að öllu leyti, í samræmi við meginreglurnar sem varða stöðu landsbundinna stofnana til eflingar og verndunar mannréttinda. Umvandanir nefndarinnar voru í sautján flokkum t.d. hvað varðar málefni umsækjanda um alþjóðlegavernd, réttinn til vinnu, um fátækt, réttinn til félagslegs öryggis, um vernd fjölskyldna og barna, réttinn til heilbrigðis og bann við mismunun, svo sjö af sautján flokkunum séu nefndir. Það má alveg koma fram að nefndin var fyrir utan þessa flokka líka með nokkrar aðrar ábendingar. Nefndin hafði áhyggjur af stöðu langveikra, langtímaatvinnulausra, fatlaðar, innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlegavernd, á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þessara hópa væri stopul og þeim byðust eingöngu einhæf láglaunastörf. Nefndin hafði sérstaklega áhyggjur af stöðu innflytjenda og umsækjenda um alþjóðlegavernd og áhrif langtímaatvinnuleysis hjá þessum hópum á geðheilbrigði. Þá lýsti nefndin áhyggjum yfir því að nýleg breyting á 33. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga takmarkar aðgang hælisleitenda að réttindum á borð við mat, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu við 30 daga eftir endanlega synjun umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd. Það var ekki bara geðheilbrigðis umsækjanda um alþjóðlegavernd sem nefndin hafði áhyggjur af. Nefndin gerði athugasemdir við stöðu heilbrigðismála hér á landi og hafði sérstaklega áhyggjur af löngum biðtíma eftir geðheilbrigðisþjónustu og aukningu sjálfsvíga. Þá fannst nefndinni afglæpavæðing neysluskammta hafa dregist á langinn. Nefndin hafði líka áhyggjur af vinnumansali, nauðungarvinnu, aðbúnaði innflytjenda, aukningu kynbundins ofbeldis, aukningu á jaðarsettningu fólks vegna kynhneigðar eða trúarbragða. Loks lýsir nefndin yfir áhyggjum yfir því að eins og stendur skortir Ísland samræmda, landsbundna stefnu í baráttunni gegn spillingu, en það getur leitt til sundurslitinnar viðleitni við að taka á hættum gagnvart heilindum í mismunandi geirum og grafið undan skilvirkni ráðstafana gegn spillingu. Það eru að koma kosningar. Það er ágætt að hafa það í huga áður en gengið er inn í kjörklefann að mannréttindi, eins og nefnd Sameinuðu þjóðanna bendir okkur á, eru ekki ótæmandi auðlynd eins og súrefni, heldur réttindi sem þarf að berjast fyrir. Því skiptir máli hvað við kjósum. Við höfum séð það hjá bandalagsþjóðum okkar að það er auðvelt að kjósa yfir sig afturför, mismunun og skert mannréttindi. En ef við kjósum rétt þá fækkar mögulega aðfinnslunum í næstu skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslu nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi, má finna inni á vef Stjórnarráðsins Höfundur er félagsráðgjafi MA og stjórnsýslufræðingur MPA.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun