Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 14:45 Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samgöngur Heilbrigðismál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Allir landsmenn eiga að hafa öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Góðar samgöngur í okkar dreifbýla landi skipta þar lykilmáli. Margir íbúar Norðvesturkjördæmis þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, yfir heiðar eða undir hættulegum hlíðum, auk þess að búa við takmarkaða vetrarþjónustu sem getur heft för. Fyrsta hjálp getur skipt sköpum. Fyrir fjölskylduvæn samfélög á landsbyggðinni er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu ásamt öruggum samgöngum, traustum fjarskiptum og fjölbreyttum atvinnutækifærum grundvallaratriði. Sérhæfingin og samþjöppun þjónustu í heilbrigðiskerfinu hefur að hluta bitnað á aðgengi heimila í dreifðum byggðum að heilbrigðisþjónustu. Leita þarf leiða til að tryggja þjónustu sérfræðilækna á heilsugæslunni. Samfylkingin leggur til að þetta verði gert í gegnum næstu samninga við sérgreinalækna þar sem lögð verði áhersla á að jafna aðgengi um land allt enda er þjónustan fjármögnuð úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Styrkja þarf fyrsta viðbragð um land allt og stytta viðbragðstíma, m.a. með sjúkra- og björgunarþyrlum. Eitt af því sem myndi skipta sköpum væri að fjölga í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og staðsetja eina sérútbúna sjúkra- og björgunarþyrlu utan höfuðborgarsvæðisins. Tryggja verður öryggi sjúklinga og hann á ekki að greiða flutninginn úr eigin vasa. Þess vegna vill Samfylkingin setja aukin kraft í styrkingu sjúkraflutninga og niðurgreiðslu ferðakostnaðar til að taka á áhrifum af samþjöppun í heilbrigðiskerfinu á undanförnum áratugum Vinna þarf áfram að hærra menntunarstigi sjúkraflutningafólks, ekki síst í dreifbýli þar sem fyrsta viðbragð skiptir mestu máli. Fyrsta hjálp á staðnum getur bjargað mannslífum. Samfylkingin vill uppfæra greiðsluþátttöku hins opinbera þegar heilbrigðisþjónusta er sótt um langan veg og taka þarf tekjutap fjölskyldna inn í reikninginn. Breyta þarf reglum þannig að greiðsluþátttakan nái einnig til fyrirbyggjandi meðferða. Við getum ekki látið efnahag eða búsetu fólks verða til þess að það leiti sér ekki læknisþjónustu eða fyrirbyggjandi meðferða. Heilbrigðiskerfið skiptir okkur öll máli og við verðum að halda áfram að þróa það svo það geti betur þjónað landsmönnum öllum í breyttum samfélagi. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun