Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 16:24 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Málið er til skoðunar embættisins en formlega rannsókn er þó ekki hafin. Vísir/vilhelm Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann Jónsson, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Hann er sonur Jóns Gunnarssonar. Fram hefur komið að Gunnar átti vikum saman í samskiptum við erlendan karlmann sem þóttist ætla að fjárfesta í fasteignum hér á landi fyrir milljarða króna. Karlmaðurinn, sem kynnti sig sem svissneskan fjárfesti, tók samtöl sín við Gunnar leynilega upp. Í samtali Gunnars við huldumanninn kom fram að Jón hefði sett fram kröfu á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson og Kristján Loftsson, einn eiganda og aðalforsprakki Hvals hf., eru góðir vinir. Hvalur hf. er meðal fjögurra fyrirtækja sem hafa lagt inn umsókn um leyfi til hvalveiða fyrir næsta veiðitímabil árið 2025. Jón er yfirlýstur stuðningsmaður hvalveiða. Eitt viðtal farið fram Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni í gær. Fréttastofa sendi fyrirspurn til ríkislögreglustjóra vegna málsins í dag til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kemur fram að greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot er varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau séu skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga séu rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Embættið er ekki með umrætt mál til rannsóknar en mun kanna málsatvik er varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Lögreglan Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48 Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann Jónsson, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Hann er sonur Jóns Gunnarssonar. Fram hefur komið að Gunnar átti vikum saman í samskiptum við erlendan karlmann sem þóttist ætla að fjárfesta í fasteignum hér á landi fyrir milljarða króna. Karlmaðurinn, sem kynnti sig sem svissneskan fjárfesti, tók samtöl sín við Gunnar leynilega upp. Í samtali Gunnars við huldumanninn kom fram að Jón hefði sett fram kröfu á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson og Kristján Loftsson, einn eiganda og aðalforsprakki Hvals hf., eru góðir vinir. Hvalur hf. er meðal fjögurra fyrirtækja sem hafa lagt inn umsókn um leyfi til hvalveiða fyrir næsta veiðitímabil árið 2025. Jón er yfirlýstur stuðningsmaður hvalveiða. Eitt viðtal farið fram Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni í gær. Fréttastofa sendi fyrirspurn til ríkislögreglustjóra vegna málsins í dag til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kemur fram að greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot er varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau séu skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga séu rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Embættið er ekki með umrætt mál til rannsóknar en mun kanna málsatvik er varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Lögreglan Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48 Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00 „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. 13. nóvember 2024 14:48
Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. 12. nóvember 2024 20:00
„Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Bjarni Benediktsson segir Jón Gunnarsson ekki hafa tekið sæti á lista í skiptum fyrir stöðu í matvælaráðuneytinu. Bjarni segist hafa ákveðið í síðustu viku að Jón kæmi ekki að veitingu hvalveiðileyfis og segir hleranir bera merki þess að verið sé að reyna að hafa áhrif á alþingiskosningar. 12. nóvember 2024 18:45