Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 23:31 Cristiano Ronaldo er enn í frábæru líkamlegu formi þrátt fyrir að það séu bara nokkrir mánuðir í það að hann komist á fimmtugsaldurinn. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo hefur enn það markmið að skora þúsund mörk á ferlinum en viðurkennir þó að tíminn sé orðinn knappur fyrir hann til að ná því. Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Sjá meira
Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Sjá meira