Bíó og sjónvarp

Stór­stjörnur flykkjast í verk­efni Baltasars

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Baltasar Kormákur býður upp á stjörnufans í komandi mynd.
Baltasar Kormákur býður upp á stjörnufans í komandi mynd. EPA

Stórstjarnan Taron Egerton er sagður muna leika á móti óskarsverðlaunahafanum Charlize Theron í nýrri stórmynd sem að Baltasar Kormákur mun leikstýra.  

Kvikmyndin Apex er spennutryllir og fjallar um klifrara sem þarf að flýja einstakling sem að veitir honum eftirför. Myndin er sögð vera blanda af Free Solo og Silence of the Lambs. Deadline greinir frá þessu. 

Egerton mun jafnframt framleiða kvikmyndina ásamt Baltasari og RVK Studios og fleirum. Leikarinn knái er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Kingsman, Rocketman, Eddie the Eagle og Sing. Theron ætti einnig að vera flestum kunnug ef stórleik hennar í myndum eins og Monster, Mad Max: Fury Road, Hancock og Fast X. 

Um er að ræða kvikmynd sem gerð er eftir handriti Jeremy Robbins. Handritið ku hafa heillað yfirmenn hjá Netflix svo mikið að ákveðið var að kaupa réttindin áður en búið var að negla einn einasta leikara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.