Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 10:08 Áherslur flokkanna eru þær sömu þegar kemur að nikótínpúðum en ólíkar hvað varðar sölu á áfengi. Allir þeir flokkar sem svöruðu spurningum fornvarnarsamtaka um nikótínpúða og áfengissölu sögðust vilja stemma stigu við notkun barna og unglinga á nikótínpúðum. Aðeins tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, sögðust hins vegar vilja leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í verslunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fræðslu- og forvarna, Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Samkvæmt tilkynningunni bárust svör frá Framsóknarflokknum, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum, Sósíalistaflokknum, Vinstri grænum og Viðreisn en Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Píratar svöruðu ekki. „Vegna sorglegrar þróunar í nikótínpúða- og áfengismálum, sem eru bæði mikilvæg lýðheilsu- og samfélagsmál, telja forvarnarsamtök að almenningur eigi rétt á að vita afstöðu flokkanna til þessara mála nú þegar styttast fer í myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ segir í fréttatilkynningunni. „Forvarnarsamtök telja að svör flokkanna sýni samstöðu þeirra um að verja börn og ungmenni gegn nikótíni, en ósamstöðu um áfengissöluna. Mið- og vinstriflokkar vilja ekki leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum vegna lýðheilsu- og samfélagsjónarmiða. Hægri flokkar vilja hins vegar leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum til að auka frelsi í verslun. Samstaðan um vörn gegn nikótíni gleður, en ósamstaðan um áfengissöluna er forvarnarsamtökum mikið áhyggjuefni.“ Spurt var: Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi? Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum? Tengd skjöl Ítarleg_svör_framboða_á_landsvísu_við_spurningum_forvarnarsamtaka_14_nóv_2024PDF113KBSækja skjal Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Nikótínpúðar Skattar og tollar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Aðeins tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn, sögðust hins vegar vilja leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í verslunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fræðslu- og forvarna, Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum, IOGT og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum. Samkvæmt tilkynningunni bárust svör frá Framsóknarflokknum, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum, Sósíalistaflokknum, Vinstri grænum og Viðreisn en Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Píratar svöruðu ekki. „Vegna sorglegrar þróunar í nikótínpúða- og áfengismálum, sem eru bæði mikilvæg lýðheilsu- og samfélagsmál, telja forvarnarsamtök að almenningur eigi rétt á að vita afstöðu flokkanna til þessara mála nú þegar styttast fer í myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ segir í fréttatilkynningunni. „Forvarnarsamtök telja að svör flokkanna sýni samstöðu þeirra um að verja börn og ungmenni gegn nikótíni, en ósamstöðu um áfengissöluna. Mið- og vinstriflokkar vilja ekki leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum vegna lýðheilsu- og samfélagsjónarmiða. Hægri flokkar vilja hins vegar leggja niður ÁTVR og selja áfengi í almennum verslunum til að auka frelsi í verslun. Samstaðan um vörn gegn nikótíni gleður, en ósamstaðan um áfengissöluna er forvarnarsamtökum mikið áhyggjuefni.“ Spurt var: Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi? Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum? Tengd skjöl Ítarleg_svör_framboða_á_landsvísu_við_spurningum_forvarnarsamtaka_14_nóv_2024PDF113KBSækja skjal
Alþingiskosningar 2024 Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Nikótínpúðar Skattar og tollar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira