Netverslun með áfengi

Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett drög að reglugerð um endurskoðun á vöruúrvali, innkaupum og dreifingu ÁTVR á áfengi, í samráðsgátt.

Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR
Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi.

Þarf alltaf að vera vín?
Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir.

Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu
Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð.

Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“
Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja.

Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar.

Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum
Tólf starfsmönnum Heimkaupa hefur verið sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga. Vefverslun félagsins hefur verið rekin með tapi undanfarið og aukin áhersla verður lögð á rekstur lágvöruverðsverslunarinnar Prís.

Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna
Allir þeir flokkar sem svöruðu spurningum fornvarnarsamtaka um nikótínpúða og áfengissölu sögðust vilja stemma stigu við notkun barna og unglinga á nikótínpúðum.

Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra?
Nú þegar alþingiskosningar nálgast vilja sumir gera sölu áfengis að kosningamáli, og sérstaklega þá sölu áfengis á netinu og í matvöruverslunum. Það væri að mörgu leyti mjög jákvætt ef kosningabaráttan yrði til þess að vönduð, opinber umræða skapaðist um þetta mál.

Lagarammi um lögbrot
Rómverjar voru lengi vel með óskrifuð lög. Þegar veldi þeirra stækkaði og varð flóknara varð að koma á betri röð og reglu í samfélaginu. Fyrstu rómversku lögin “lex duodecim tabularum” voru kunngjörð árið 449 fyrir Krist og skráð á tólf bronstöflur. Menn þurftu ekki lengur að munnhöggvast, heldur voru nú komin lög sem urðu strax öflugt stjórntæki.

„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“
Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar.

„Það vill enginn vera eins og Steingrímur J.“
Eigandi netverslunar með áfengi segir ljóst af lestri draga að frumvarpi um innlenda netverslun með áfengi að með þeim sé gengið langt til þess að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ um vandamál sem séu ekki til staðar.

Áfengisstefnu breytt með lögbrotum
Nú um mánaðamótin lagði dómsmálaráðherra fram í samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á áfengislögum.

Ekkert áfengi á sunnudögum og seint á kvöldin
Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum.

Uppsagnir hjá ÁTVR
Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum.

„Það verður að láta reyna á þessar kærur“
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að látið verði reyna á kærur á hendur netverslunum með áfengi fyrir dómstólum.

Mammon hefur náð lífeyrissjóðum á sitt band
Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni.

Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna
Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

Hagkaup hefur áfengissölu í dag
Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.

Sjö ár frá síðustu stefnuræðu Bjarna sem forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson flytur fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra síðan 2017 á Alþingi í kvöld. Meðal mála á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar í haust er frumvarp um verslun með áfengi á netinu, en málið var til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun.

Póstur í rugli?
Það vakti nokkra undrun þegar Íslandspóstur kynnti sérstaklega samstarf sitt við fyrirtæki sem stundar ólöglega smásölu áfengis. Alveg einstaklega vanhugsaður og óviðeigandi gjörningur af hálfu fyrirtækis sem er í eigu almennings.

Pósturinn dreifir áfengi
Pósturinn hefur frá því í vor dreift áfengi fyrir Smáríkið, netverslun sem selur áfengi. Fólk sem fær áfengi sent heim með póstinum er krafið um rafræna auðkenningu við afhendingu.

Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“
Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mál tveggja áfengisnetverslana komin á borð ákærusviðs
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.

Lýðheilsuhugsjónin
Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks.

Aðgerðir heilbrigðisstétta og aðgerðaleysi lífeyrissjóða
Lögum samkvæmt er smásala áfengis á vegum ÁTVR. Ekki annarra. Netverslun með áfengi er hins vegar sögð lögleg ef um raunverulega netverslun er að ræða og þá frá öðru ríki.

Skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu áfengis
Svokölluð breiðfylking félaga heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka skora á yfirvöld að bregðast við aukinni netsölu á áfengi. Fylkingin hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri áfengissölu í Hagkaupum sem á að hefjast á næstu dögum.

Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka
Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum.

Opið bréf til stjórnarformanns Haga
Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum?

Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum
Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á.